Fréttamenn sýknaðir af hryðjuverkaákærum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2019 21:36 Erol Onderoglu, talsmaður Reporters Without Borders í Tyrklandi, var í dag sýknaður af hryðjuverkaákærðum ásamt tveimur öðrum. getty/Arif Hudaverdi Yaman Dómstólar í Tyrklandi hafa sýknað tvo blaðamenn og einn mannréttindaaðgerðasinna af hryðjuverkaákærum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Stefndu höfðu verið ásakaðir að hafa dreift hryðjuverkaáróðri í tengslum við störf þeirra hjá kúrdísku dagblaði, sem hefur síðan hætt störfum. Þau héldu því statt og stöðugt fram að þau væru aðeins að verja tjáningarfrelsi á tímum herts eftirlits undir stjórn Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta. Fréttamaður BBC í Istanbúl, Mark Lowen, greindi frá því að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar dómurinn var kveðinn upp. Talsmaður Reporters Without Borders (RSF) í Tyrklandi, Erol Onderoglu, fréttamaðurinn Ahmet Nesin og Sebnem Korur Fincanci, stjórnarmeðlimur Tyrklandsdeildar Human Rights Foundation voru handtekin í júní 2016.Árleg skýrsla RSF um fjölmiðlafrelsi staðsetti Tyrkland númer 157 á listanum en alls eru 180 lönd skoðuð. Ástæða þess er þar á meðal sú að í Tyrklandi eru flestir fréttamenn fangelsaðir. Árið 2018, voru alls 68 fréttamenn fangelsaðir í Tyrklandi, sem er langmest af öllum ríkjum í heiminum. Flestir þeirra sem sitja í fangelsi eða hafa verið ásakaðir fyrir glæp eru af kúrdískum uppruna.Sverð Damóklesar Onderoglu, Nesin og Fincanci voru gestaritstjórar kúrdíska dagblaðsins Ozgur Gundem árið 2016, sem leiddi það af sér að þau voru ákærð fyrir að framleiða áróður fyrir hönd kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem er bannaður. Þau áttu hvert fyrir sig yfir höfði sér 14 ár í fangelsi. Tveimur mánuðum eftir handtökuna, í ágúst í fyrra, var gerð húsleit í skrifstofum Ozgur Gundem og eftir það var miðlinum lokað fyrir fullt og allt. Í yfirlýsingu sem birt var í apríl sagði Onderoglu: „Ég lít á þessi réttarhöld sem tilraun til að hræða fréttafólk og verndara mannréttinda í Tyrklandi. Það er þung byrgði fyrir nokkurn sem þráir lýðræði að vera sóttur til saka vegna atvinnu þeirra eða samstöðu.“ „Við höfum ekki áhyggjur yfir því að með okkur verði leikið eða við áreitt með hótunum um ofsóknir líkt og Sverð Damóklesar. Við höfum áhyggjur fyrir samfélagið allt; við hræðumst upplausn á réttlætiskenndinni sem tengir okkur öll saman.“ Fincanci var eini stefndi sem mætti fyrir dóminn í dag. Í lokaorðum sínum, áður en dómurinn var kveðinn upp, sagði Fincanci við salinn: „Eini glæpurinn sem var framinn hér var glæpur gegn málfrelsi.“We are deeply relieved by @ErolOnderoglu's and his colleague's acquittal. BUT 3 years of absurd proceedings was already a form of unjust punishment. AND a new trial against Erol will start on 7 November. These charges must be dropped! #SupportErol #FreeTurkeyMedia pic.twitter.com/qHj6XaIx4E— RSF (@RSF_inter) July 17, 2019 Þegar Fincanci yfirgaf dómssalinn heilsaði hún fréttafólkinu fyrir utan með sigurmerkinu, sem er einnig þekkt sem friðarmerkið. Hún sagði í samtali við fréttastofu AFP að hún væri „mjög hissa“ yfir dómnum og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við! Því miður eyddum við óþarfa tíma í fangelsi, sem er synd.“ RSF brást við sýknuninni á Twitter og sagðist vera „mjög létt.“ Samtökin kölluðu einnig eftir því að önnur ákæra gegn Onderoglu yrði felld niður en réttarhöldin eiga að hefjast í nóvember. Tyrkland Tengdar fréttir Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Dómstólar í Tyrklandi hafa sýknað tvo blaðamenn og einn mannréttindaaðgerðasinna af hryðjuverkaákærum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Stefndu höfðu verið ásakaðir að hafa dreift hryðjuverkaáróðri í tengslum við störf þeirra hjá kúrdísku dagblaði, sem hefur síðan hætt störfum. Þau héldu því statt og stöðugt fram að þau væru aðeins að verja tjáningarfrelsi á tímum herts eftirlits undir stjórn Racep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseta. Fréttamaður BBC í Istanbúl, Mark Lowen, greindi frá því að fagnaðarlæti hafi brotist út þegar dómurinn var kveðinn upp. Talsmaður Reporters Without Borders (RSF) í Tyrklandi, Erol Onderoglu, fréttamaðurinn Ahmet Nesin og Sebnem Korur Fincanci, stjórnarmeðlimur Tyrklandsdeildar Human Rights Foundation voru handtekin í júní 2016.Árleg skýrsla RSF um fjölmiðlafrelsi staðsetti Tyrkland númer 157 á listanum en alls eru 180 lönd skoðuð. Ástæða þess er þar á meðal sú að í Tyrklandi eru flestir fréttamenn fangelsaðir. Árið 2018, voru alls 68 fréttamenn fangelsaðir í Tyrklandi, sem er langmest af öllum ríkjum í heiminum. Flestir þeirra sem sitja í fangelsi eða hafa verið ásakaðir fyrir glæp eru af kúrdískum uppruna.Sverð Damóklesar Onderoglu, Nesin og Fincanci voru gestaritstjórar kúrdíska dagblaðsins Ozgur Gundem árið 2016, sem leiddi það af sér að þau voru ákærð fyrir að framleiða áróður fyrir hönd kúrdíska verkamannaflokksins (PKK), sem er bannaður. Þau áttu hvert fyrir sig yfir höfði sér 14 ár í fangelsi. Tveimur mánuðum eftir handtökuna, í ágúst í fyrra, var gerð húsleit í skrifstofum Ozgur Gundem og eftir það var miðlinum lokað fyrir fullt og allt. Í yfirlýsingu sem birt var í apríl sagði Onderoglu: „Ég lít á þessi réttarhöld sem tilraun til að hræða fréttafólk og verndara mannréttinda í Tyrklandi. Það er þung byrgði fyrir nokkurn sem þráir lýðræði að vera sóttur til saka vegna atvinnu þeirra eða samstöðu.“ „Við höfum ekki áhyggjur yfir því að með okkur verði leikið eða við áreitt með hótunum um ofsóknir líkt og Sverð Damóklesar. Við höfum áhyggjur fyrir samfélagið allt; við hræðumst upplausn á réttlætiskenndinni sem tengir okkur öll saman.“ Fincanci var eini stefndi sem mætti fyrir dóminn í dag. Í lokaorðum sínum, áður en dómurinn var kveðinn upp, sagði Fincanci við salinn: „Eini glæpurinn sem var framinn hér var glæpur gegn málfrelsi.“We are deeply relieved by @ErolOnderoglu's and his colleague's acquittal. BUT 3 years of absurd proceedings was already a form of unjust punishment. AND a new trial against Erol will start on 7 November. These charges must be dropped! #SupportErol #FreeTurkeyMedia pic.twitter.com/qHj6XaIx4E— RSF (@RSF_inter) July 17, 2019 Þegar Fincanci yfirgaf dómssalinn heilsaði hún fréttafólkinu fyrir utan með sigurmerkinu, sem er einnig þekkt sem friðarmerkið. Hún sagði í samtali við fréttastofu AFP að hún væri „mjög hissa“ yfir dómnum og bætti við: „Ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við! Því miður eyddum við óþarfa tíma í fangelsi, sem er synd.“ RSF brást við sýknuninni á Twitter og sagðist vera „mjög létt.“ Samtökin kölluðu einnig eftir því að önnur ákæra gegn Onderoglu yrði felld niður en réttarhöldin eiga að hefjast í nóvember.
Tyrkland Tengdar fréttir Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Yfir þúsund manns skotmarkið í nýjustu herferð Tyrklandsstjórnar eftir valdaránstilraun Ríkisstjórn Erdogan forseta hefur handtekið tugi þúsunda manna og rekið á annað hundrað þúsund ríkisstarfsmanna eftir misheppnaða valdaránstilraun árið 2016. Tilkynnt var um handtökuskipanir á hendur rúmlega 1.100 manna í dag. 12. febrúar 2019 12:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32
Þýskum blaðamönnum vísað frá Tyrklandi Þremur þýskum blaðamönnum hefur verið vísað frá Tyrklandi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas hefur sagt ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda vera óásættanleg. 10. mars 2019 15:57