Mesta áfallið í sögu brasilíska fótboltans varð á þessum degi fyrir 69 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 22:30 Alcides Ghiggia þaggar niður í tvö hundruð þúsund Brössum þegar hann tryggir Úrúgvæ sigur á Brasilíu á Maracana leikvanginum. Getty/Popperfoto 16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019 Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019
Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira