Losun Kínverja jókst um helming á áratug Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2019 08:36 Kolaorkuver í Hong Kong spúir reyk út í andrúmsloft jarðar. Vísir/EPA Opinberar tölur kínverskra stjórnvalda benda til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hafi aukist um rúman helming frá 2005 til 2014. Kínverjar hafa sagst stefna á því að losunin nái hámarki árið 2030 og minnki þaðan í frá.Reuters-fréttastofan segir að ógegnsæi ríki alla jafna um mengun í Kína. Nýjustu losunartölurnar eru þær sem kínversk stjórnvöld skiluðu vegna loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alls nam losunin 12,3 milljörðum tonna af koltvísýringi og jókst hún um 53,5% á áratug. Ekki er tekið tillit til landnotkunar í þeim tölum. Kínverska umhverfisráðuneytið heldur því fram að sé tekið tillit til bindingar skóga og annars gróðurs hafi nettó losunin numið 11,2 milljörðum tonna. Það er engu að síður 17% aukning frá 2010. Áætlað hefur verið að losun Kínverja hafi náð 9,54 milljörðum tonna árið 2013 og hafði þá aldrei verið meiri. Rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature Geoscience taldi að losunin hefði dregist saman næstu þrjú árin á eftir vegna samdráttar í eftirspurn eftir orku. Hún hefur síðan aukist aftur. Kínverjar eru stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum, á undan Bandaríkjunum. Kína Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Opinberar tölur kínverskra stjórnvalda benda til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hafi aukist um rúman helming frá 2005 til 2014. Kínverjar hafa sagst stefna á því að losunin nái hámarki árið 2030 og minnki þaðan í frá.Reuters-fréttastofan segir að ógegnsæi ríki alla jafna um mengun í Kína. Nýjustu losunartölurnar eru þær sem kínversk stjórnvöld skiluðu vegna loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alls nam losunin 12,3 milljörðum tonna af koltvísýringi og jókst hún um 53,5% á áratug. Ekki er tekið tillit til landnotkunar í þeim tölum. Kínverska umhverfisráðuneytið heldur því fram að sé tekið tillit til bindingar skóga og annars gróðurs hafi nettó losunin numið 11,2 milljörðum tonna. Það er engu að síður 17% aukning frá 2010. Áætlað hefur verið að losun Kínverja hafi náð 9,54 milljörðum tonna árið 2013 og hafði þá aldrei verið meiri. Rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature Geoscience taldi að losunin hefði dregist saman næstu þrjú árin á eftir vegna samdráttar í eftirspurn eftir orku. Hún hefur síðan aukist aftur. Kínverjar eru stórtækustu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum í heiminum, á undan Bandaríkjunum.
Kína Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Loftslagsmarkmið líklega brostið með núverandi orkuverum Ný rannsókn bendir til þess að losun þeirra innviða sem nú þegar eru til staðar þýði að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5 gráður á þessari öld. 1. júlí 2019 15:56