Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Laila Matar, sérfræðingur í málefnum Filippseyja. Mannréttindavaktin Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55