Rafmagnsskortur og orkustefna Guðmundur Ingi Ásmundsson skrifar 11. júlí 2019 07:00 Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar