Aldursvænn háskóli – ónýtt auðlind Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Júlíusdóttir skrifar 29. júlí 2019 09:43 Með breyttri aldursamsetningu þjóðarinnar er komin upp ný staða sem felst í aukinni eftirspurn eldra fólks eftir menntun á háskólastigi. Samhliða þessu kann að verða stöðnun eða samdráttur í fjölda yngri nemenda í háskóla. Alkunna er að nú eiga sér stað breytingar í aldurssamsetningu vestrænna þjóða með fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun íbúa eldri en 67 ára. Þessar breytingar eru komnar lengra í Evrópu og Norður Ameríku en hér á landi. Þær hafa ásamt áhrifum af tæknilegri þróun, leitt af sér nýjar þarfir fyrir menntun, virkni og þátttöku eldra fólks. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru nemendur í háskólum hvorki mjög upplýstir um öldrun né eiga samskipti við aldrað fólk í námi sínu. Bent hefur verið á að af þessum sökum þurfi sérstaklega að auka almenna fræðslu og þekkingu um öldrun og að slík fræðsla sé grundvöllur þess að samfélög geti höndlað ný verkefni sem leiða af ört vaxandi hlut eldra fólks í samfélaginu. Á sama hátt má færa rök fyrir að eldri borgarar hafi mikla þörf fyrir aukna fræðslu og samskipti við yngra fólk, meðal annars til að takast á við breytt hlutverk, áherslu á tölvu- og tæknigetu, eigin umönnun, sjálfsþjónustu og vaxandi hlut sjálfsafgreiðslu af ýmsu tagi. Af þessum ástæðum hafa háskólar og rannsóknastofnanir víða erlendis farið að kynna sig út frá áherslum á aldursvæna háskóla (e. age friendly university). Í því felst að í kjarnastarfsemi háskólanna, kennslu og rannsóknum, sé gert ráð fyrir aðgengi og virkri þátttöku eldra fólks. Þessar áherslur eru útfærðar í tíu grunnreglum samtaka aldursvænna háskóla. Í dag er enginn íslensku háskólanna að vinna markvisst með þessar áherslubreytingar svo vitað sé. Um nokkurt skeið hafa þó eftirlaunaþegar innan Háskóla Íslands getað gert persónulega verkefnasamninga um starfsframlag, vinnuaðstöðu og tölvuþjónustu Í byrjun árs 2019 kom út hefti af tímaritinu „Gerontology & Geriatrics Education“ (Öldrunarfræði og menntun), sem helgað var umfjöllun um starfsemi, áherslur og áskoranir sem háskólar í Samtökum aldursvænna háskóla takast á við samkvæmt þessu nýja markmiði sínu. Í stuttu máli virðist reynsla þeirra skóla sem lagt hafa út á þessa braut, vera sú að það eru næg og vaxandi verkefni sem lúta að því að endurmeta og uppræta hina rótgrónu aldursmúra innan háskóla. Leggja þurfi aukna áherslur á fjölbreytni, horfa til þátttöku í ævilangri menntun og starfsþróun og samhliða þurfi að koma á auknum samskiptum og miðlun reynslu og þekkingar milli kynslóða. Þau breyttu viðhorf sem hér kom fram endurspegla jafnframt siðferðileg gildi sem vinna gegn aldurssmánun (e. ageism). Þróun í þessa átt er álitin mikilvægur þáttur í að efla getu hvers samfélags til að takast á við fyrirsjáanleg og krefjandi verkefni sem leiða af fjölgun aldraðra og þar með getu samfélagsins til að viðhalda og auka persónuleg lífsgæði bæði eldra og yngra fólks á næstu áratugum. Tíu áhersluþættir aldursvænna háskóla. Að hvetja til þátttöku eldra fólks í allri kjarnastarfsemi háskólans, þar með talið í stefnumótun og þróun, kennslu- og rannsóknaáætlunum.Að stuðla að persónulegri og starfstengdri þróun einstaklinga á seinni hluta lífsins með því að styðja þá sem vilja þroska annan starfs- eða lífsferil en fyrra nám beindist að.Að viðurkenna breytt áhugasvið og námsþarfir eldra fólks, bæði þeirra sem hættu námi snemma og þeirra sem óska eftir að leggja stund á framhaldsnám síðar á ævinni.Að stuðla að námi sem miðast við að miðla sérþekkingu milli ólíkra aldurshópa og kynslóða.Að auka aðgengi að fræðsluefni á netinu til að skapa fjölbreyttar leiðir til þátttöku fyrir eldra fólk.Að tryggja að rannsóknaráætlanir háskólans taki mið af og efli umræðu um hvernig háskólamenntun geti betur svarað fjölbreyttum hagsmunum og þörfum eldra fólks. Að auka skilning háskólanemenda á ávinningi langlífis og þeirri auðlind margbreytileika sem felst í þroska og reynslu aldraðs fólks fyrir samfélagsið.Að auka aðgengi aldraðs fólk að rannsóknum sem tengjast heilsu- og lífsgæðaverkefnum sem og lista- og menningarstarfsemi.Að gefa gaum að eigin eftirlaunaþegum sem auðlind og að gagnsemi þess samfélags innan háskólans. Að tryggja reglulega samræðu og víðtæk tengsl við hagsmunasamtök aldraðra.Halldór S. Guðmundsson er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Með breyttri aldursamsetningu þjóðarinnar er komin upp ný staða sem felst í aukinni eftirspurn eldra fólks eftir menntun á háskólastigi. Samhliða þessu kann að verða stöðnun eða samdráttur í fjölda yngri nemenda í háskóla. Alkunna er að nú eiga sér stað breytingar í aldurssamsetningu vestrænna þjóða með fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun íbúa eldri en 67 ára. Þessar breytingar eru komnar lengra í Evrópu og Norður Ameríku en hér á landi. Þær hafa ásamt áhrifum af tæknilegri þróun, leitt af sér nýjar þarfir fyrir menntun, virkni og þátttöku eldra fólks. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru nemendur í háskólum hvorki mjög upplýstir um öldrun né eiga samskipti við aldrað fólk í námi sínu. Bent hefur verið á að af þessum sökum þurfi sérstaklega að auka almenna fræðslu og þekkingu um öldrun og að slík fræðsla sé grundvöllur þess að samfélög geti höndlað ný verkefni sem leiða af ört vaxandi hlut eldra fólks í samfélaginu. Á sama hátt má færa rök fyrir að eldri borgarar hafi mikla þörf fyrir aukna fræðslu og samskipti við yngra fólk, meðal annars til að takast á við breytt hlutverk, áherslu á tölvu- og tæknigetu, eigin umönnun, sjálfsþjónustu og vaxandi hlut sjálfsafgreiðslu af ýmsu tagi. Af þessum ástæðum hafa háskólar og rannsóknastofnanir víða erlendis farið að kynna sig út frá áherslum á aldursvæna háskóla (e. age friendly university). Í því felst að í kjarnastarfsemi háskólanna, kennslu og rannsóknum, sé gert ráð fyrir aðgengi og virkri þátttöku eldra fólks. Þessar áherslur eru útfærðar í tíu grunnreglum samtaka aldursvænna háskóla. Í dag er enginn íslensku háskólanna að vinna markvisst með þessar áherslubreytingar svo vitað sé. Um nokkurt skeið hafa þó eftirlaunaþegar innan Háskóla Íslands getað gert persónulega verkefnasamninga um starfsframlag, vinnuaðstöðu og tölvuþjónustu Í byrjun árs 2019 kom út hefti af tímaritinu „Gerontology & Geriatrics Education“ (Öldrunarfræði og menntun), sem helgað var umfjöllun um starfsemi, áherslur og áskoranir sem háskólar í Samtökum aldursvænna háskóla takast á við samkvæmt þessu nýja markmiði sínu. Í stuttu máli virðist reynsla þeirra skóla sem lagt hafa út á þessa braut, vera sú að það eru næg og vaxandi verkefni sem lúta að því að endurmeta og uppræta hina rótgrónu aldursmúra innan háskóla. Leggja þurfi aukna áherslur á fjölbreytni, horfa til þátttöku í ævilangri menntun og starfsþróun og samhliða þurfi að koma á auknum samskiptum og miðlun reynslu og þekkingar milli kynslóða. Þau breyttu viðhorf sem hér kom fram endurspegla jafnframt siðferðileg gildi sem vinna gegn aldurssmánun (e. ageism). Þróun í þessa átt er álitin mikilvægur þáttur í að efla getu hvers samfélags til að takast á við fyrirsjáanleg og krefjandi verkefni sem leiða af fjölgun aldraðra og þar með getu samfélagsins til að viðhalda og auka persónuleg lífsgæði bæði eldra og yngra fólks á næstu áratugum. Tíu áhersluþættir aldursvænna háskóla. Að hvetja til þátttöku eldra fólks í allri kjarnastarfsemi háskólans, þar með talið í stefnumótun og þróun, kennslu- og rannsóknaáætlunum.Að stuðla að persónulegri og starfstengdri þróun einstaklinga á seinni hluta lífsins með því að styðja þá sem vilja þroska annan starfs- eða lífsferil en fyrra nám beindist að.Að viðurkenna breytt áhugasvið og námsþarfir eldra fólks, bæði þeirra sem hættu námi snemma og þeirra sem óska eftir að leggja stund á framhaldsnám síðar á ævinni.Að stuðla að námi sem miðast við að miðla sérþekkingu milli ólíkra aldurshópa og kynslóða.Að auka aðgengi að fræðsluefni á netinu til að skapa fjölbreyttar leiðir til þátttöku fyrir eldra fólk.Að tryggja að rannsóknaráætlanir háskólans taki mið af og efli umræðu um hvernig háskólamenntun geti betur svarað fjölbreyttum hagsmunum og þörfum eldra fólks. Að auka skilning háskólanemenda á ávinningi langlífis og þeirri auðlind margbreytileika sem felst í þroska og reynslu aldraðs fólks fyrir samfélagsið.Að auka aðgengi aldraðs fólk að rannsóknum sem tengjast heilsu- og lífsgæðaverkefnum sem og lista- og menningarstarfsemi.Að gefa gaum að eigin eftirlaunaþegum sem auðlind og að gagnsemi þess samfélags innan háskólans. Að tryggja reglulega samræðu og víðtæk tengsl við hagsmunasamtök aldraðra.Halldór S. Guðmundsson er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun