Lögn undir dal á 410 milljónir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2019 07:00 Hitaveitustokkur var fyrst lagður yfir Elliðaárdal í framkvæmdum á árunum 1939 til 1943. Fréttablaðið/Valli Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim. „Við erum ekki bara að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær í þessari framkvæmd,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri Veitna, um endurnýjun lagna frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. „Um er að ræða fráveitulagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raflagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Kostnaðaráætlun heildarverksins er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri tölu er hlutur Reykjavíkurborgar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“ segir Ólöf. Athygli hefur vakið að fjarlægja á hitaveitustokka sem liggja þvert yfir Elliðaárdal neðanverðan og leggja nýjar lagnir neðanjarðar í staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir allar veitulagnir,“ segir Ólöf. Aðspurð um kostnaðinn við þá lausn sem valin hefur verið yfir Elliðaárdal, það er lagning neðanjarðar með tveimur hituveitulögnum, segir Ólöf hann áætlaðan 410 milljónir króna. Lagnir ofanjarðar á steyptum undirstöðum yfir Elliðaár hefðu kostað 450 milljónir og lagning ofanjarðar í nýjum steyptum stokki yfir Elliðaár myndi kosta 570 milljónir króna. „Að auki var í forhönnun skoðað að bora undir Elliðaárnar og Reykjanesbrautina, en sökum mikillar áhættu í slíku verki var fallið frá því auk þess sem það var langsamlega dýrasti kosturinn. Annar ókostur við slíka framkvæmd er að við borun þurfa lagnir að vera á miklu dýpi sem gerir alla viðhaldsvinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf. Ekki er eingöngu verið að endurnýja lagnir heldur líka stækka þær. „Einnig er verið að bæta við kaldavatnslögnum og rafstrengjum. Því eru núverandi stokkar of litlir fyrir endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir Ólöf. Enn fremur bendir Ólöf á að ef steypa ætti nýja stokka þyrfti sú vinna að fara fram yfir sumartímann. „Það getur haft mikil áhrif á lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð á að raska því sem allra minnst við framkvæmdirnar. Eru þær tímasettar til að svo megi verða,“ segir hún. Lagnirnar eiga að ganga undir kvíslar Elliðaánna og verður það verk unnið að vetrarlagi svo það trufli ekki göngur laxfiska. Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga sér sögu sem nær áttatíu ár aftur í tímann og hafa þeir unnið sér sess sem samönguæð þeirra sem ganga, hlaupa og hjóla í dalnum. „Fyrsti stokkurinn var lagður þegar Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit á stríðsárunum. Samkvæmt mínum heimildum var það unnið á árunum 1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst ekki hafa nákvæmar upplýsingar um það hvenær á því tímabili stokkurinn yfir Elliðaárnar var byggður.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Reykjavík Skipulag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira