Bjóða upp treyjur afreksfólks til styrktar góðgerðarfélögum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:00 Sturlaugur segir þá Ivan einstaklega þákkláta öllu því afreksfólki sem hefur gefið treyjur í verkefnið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira