Theresa May hélt neyðaröryggisfund vegna aðgerða Íran Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 15:19 Fundur May hefur að öllum líkindum verið meðal hennar síðustu en tilkynnt verður um nýjan forsætisráðherra Breta á morgun. Vísir/AP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðaröryggisfund í dag í því skyni að ræða hvernig Bretar muni bregðast við hertöku íranskra yfirvalda á olíuskipinu Stena Impero. Skipið sem er í eigu sænsks fyrirtækis en siglir undir breskum fána var hertekið af Írönum á föstudag á leið sinni í gegnum Hórmussund. Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. Talsmaður May sagði að réttlæting Íran fyrir hertökunni væri röng og hertakan ólögmæt. Af þeim sökum bæri yfirvöldum að sleppa skipinu og áhöfn þess úr haldi undir eins. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta mun upplýsa neðri deild breska þingsins um stöðu mála á næstunni. Skipið er komið til hafnar í Íran og hafa stjórnvöld þar greint frá því að 23 manna áhöfn þess sé við góða heilsu. Engir breskir ríkisborgarar voru um borð en áhafnarmeðlimir eru sagðir vera frá Indlandi, Filippseyjum, Rússlandi og Lettlandi. Aðgerðin hefur ollið miklum deilum milli ríkjanna tveggja og hefur utanríkisráðherra Bretlands áður hvatt írönsk stjórnvöld til að láta af „ólöglegri hertöku“ sinni. Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðaröryggisfund í dag í því skyni að ræða hvernig Bretar muni bregðast við hertöku íranskra yfirvalda á olíuskipinu Stena Impero. Skipið sem er í eigu sænsks fyrirtækis en siglir undir breskum fána var hertekið af Írönum á föstudag á leið sinni í gegnum Hórmussund. Á fundinum í dag var það meðal annars rætt hvernig eigi að tryggja öryggi olíu- og flutningaskipa sem fara í gegnum Hórmussund, en sundið er mikilvægt fyrir flutning olíubirgða til og frá landshlutanum. Talsmaður May sagði að réttlæting Íran fyrir hertökunni væri röng og hertakan ólögmæt. Af þeim sökum bæri yfirvöldum að sleppa skipinu og áhöfn þess úr haldi undir eins. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta mun upplýsa neðri deild breska þingsins um stöðu mála á næstunni. Skipið er komið til hafnar í Íran og hafa stjórnvöld þar greint frá því að 23 manna áhöfn þess sé við góða heilsu. Engir breskir ríkisborgarar voru um borð en áhafnarmeðlimir eru sagðir vera frá Indlandi, Filippseyjum, Rússlandi og Lettlandi. Aðgerðin hefur ollið miklum deilum milli ríkjanna tveggja og hefur utanríkisráðherra Bretlands áður hvatt írönsk stjórnvöld til að láta af „ólöglegri hertöku“ sinni.
Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Íranir hertóku breskt olíuskip Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. 19. júlí 2019 19:12
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30