Umboðsmaður Bale segir Zidane vera til skammar Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. júlí 2019 12:30 Zidane að ýta Bale burt frá Real Madrid Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Allar líkur eru á að Gareth Bale muni yfirgefa Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane, stjóri Real, hefur lagt áherslu á að félagið geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Walesverjanum frá félaginu. Það sem flækir þó málin er að Bale hefur ekki mikinn áhuga á að yfirgefa spænska stórveldið. Hann virðist þó neyðast til þess enda gaf Zidane það sterklega til kynna eftir leik liðsins gegn Bayern Munchen í gær, þar sem Bale sat allan tímann á varamannabekknum þrátt fyrir ellefu skiptingar. „Bale spilaði ekki því hann er mjög nálægt því að fara. Við vonumst til að hann yfirgefi félagið sem fyrst. Það væri best fyrir alla aðila og við erum að vinna í því að koma honum í annað lið,“ sagði Zidane. „Ég hef ekkert á móti honum persónulega en það er kominn tími á þetta. Brottför hans er mín ákvörðun og hann veit sína stöðu. Hann mun fara í nýtt lið. Ég veit ekki hvort það gerist á næstu 24 eða 46 klukkutímum en það mun gerast að lokum og það er öllum fyrir bestu,“ sagði Zidane ákveðinn. Umboðsmaður Bale brjálaðurBale er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022 og fær vel greitt hjá spænska stórveldinu enda var hann dýrasti leikmaður heims þegar Real keypti hann frá Tottenham sumarið 2013. Þessi þrítugi sóknarmaður hefur látið hafa eftir sér að honum líði vel í spænsku höfuðborginni og hefur hann ekki verið ýkja spenntur fyrir viðræðum við önnur félög. Jonathan Barnett, umboðsmaður Bale, var æfur yfir ummælum Zidane eftir leikinn gegn Bayern í nótt. „Zidane er sjálfum sér til skammar. Hann sýnir enga virðingu gagnvart leikmanni sem hefur gert svo mikið fyrir Real Madrid,“ sagði Barnett sem var í kjölfarið spurður að því hvort Bale væri nálægt því að yfirgefa Real Madrid. „Við erum að vinna í því,“ sagði Barnett. Líklegast þykir að Bale muni ganga í raðir Bayern Munchen en enskir fjölmiðlar skrifa reyndar um það í dag að næsti áfangastaður Walesverjans gæti komið öllum í opna skjöldu.Zinedine Zidane at Real Madrid:Games: 227 Goals: 49Assists: 66 Trophies: 6Gareth Bale at Real Madrid: Games: 231 Goals: 102 Assists: 65 Trophies: 13Put some respect on his name. pic.twitter.com/wWTZ4jwexF— 360Sources (@360Sources) July 21, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn