Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2019 07:15 Táragasi var beitt á mótmælendur í Hong Kong. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. Sögðu þau mótmælendur hafa valdið réttarríkinu miklu tjóni og að aðgerðir þeirra væru litnar alvarlegum augum. Yang Guang, upplýsingafulltrúi frá skrifstofu málefna Hong Kong og Macau, sagði að það þyrfti að vera í algjörum forgangi að koma á reglu í borginni á ný. „Við köllum eftir því að almenningur í Hong Kong sé meðvitaður um stöðuna,“ sagði Yang sem fordæmdi jafnframt „glæpsamleg illvirki öfgamanna“ í borginni. Við það bætti Xu Luying, einnig upplýsingafulltrúi, að yfirvöld þyrftu að refsa hverjum þeim sem beitir ofbeldi eða brýtur lög á annan hátt. Mótmælaaldan braust upphaflega út vegna frumvarps stjórnvalda sem myndi heimila framsal til meginlands Kína. Lam var neydd til að draga frumvarpið til baka og þótt hún hafi sagt að það verði ekki lagt fram á ný hafa mótmælin haldið áfram. Mótmælendur vilja meina að lögregla hafi gengið of hart fram gegn þeim og verið í samstarfi við skipulögð glæpasamtök um að lemja mótmælendur með kylfum. Því neitar lögregla. Þess er krafist að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir sem og að Lam segi af sér og boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50 Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. 27. júlí 2019 11:50
Tugir þúsunda streyma um götur Hong Kong þrátt fyrir bann lögreglu Þetta er annan daginn í röð sem mótmælendur virða tilmæli lögreglu að vettugi en mótmæli fóru fram í Yuen Long hverfinu í gær. 28. júlí 2019 11:30