Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Sylvía Hall skrifar 8. ágúst 2019 18:27 Fjölskylda Noru óttast að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Vísir/EPA Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi. Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58
Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11