Íslenskar tengingar í Eurovision-sigurvegara Benedikt Bóas skrifar 7. ágúst 2019 07:30 "Þetta var mikil upplifun og erum eiginlega ekki komin niður á jörðina aftur ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Gunnar. Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri. Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
Eurovision-keppni fyrir kóra fór fram í Gautaborg um helgina, þar sem 10 kórar frá jafnmörgum löndum kepptu sín á milli. Danski samtímakórinn Vocal Line bar sigur úr býtum en með kórnum syngur Gunnar Sigfússon, og er hann fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri að sigra í Eurovision. Gunnar er fyrsti Íslendingurinn sem syngur í Vocal Line en kórinn hefur verið starfandi í 28 ár. Vocal Line hefur þó um langt skeið haft ákveðna tengingu við Ísland, og sungið lög eftir Björk, Ásgeir Trausta og hjónin Helga Jónsson og Tinu Dickow, sem nú eru búsett á Íslandi. Titillag síðustu plötu Vocal Line, True North, sem einnig var framlag kórsins í Eurovision, er eftir Dickow og tónlistarmyndband við lagið er unnið af íslenska ljósmyndaranum Gísla Dúa. Vegna þessara tengsla heldur kórinn nú loksins í langþráða tónleikaferð til Íslands til að leyfa Íslendingum að njóta tónlistarinnar. Gunnar ásamt sjálfum Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra EBU. „Ég byrjaði að syngja í kórnum fyrir fjórum árum og þá sagði kórstjórinn frá þessum tengingum. Þau höfðu verið að syngja mikið eftir Björk og Ásgeir Trausta og hann sagðist alltaf hafa viljað fara til Íslands. Nú þegar væri kominn Íslendingur í kórinn þá fannst honum tilvalið að fara og við erum búin að vera að skipuleggja þetta í rúmlega tvö ár,“ segir Gunnar. Kórinn byrjar í Hofi þann 11. september og ætlar Gunnar að sýna kórmeðlimum land og þjóð á meðan þeir dvelja hér. Þau fara svo í Skálholt 12. september og enda í Silfurbergi 14. september. „Við förum norður í land og byrjum að taka einn dag í Mývatnssveit. Pabbi ætlar svo að bjóða í mat í Dalakofanum sem verður skemmtilegt,“ segir Gunnar sem á ættir að rekja í sveitina og fjölskylda hans á og rekur veitingastaðinn Dalakofann – þar sem gott er að stoppa. Eftir að hafa upplifað fegurð Norðurlands ætlar kórinn að keyra um Kjöl og enda í Skálholti. Þar verður gist áður en haldið verður til Reykjavíkur þar sem tónleikar verða með Vocal Project þar sem frændi Gunnars, Gunnar Benediktsson, er kórstjóri.
Danmörk Eurovision Svíþjóð Kórar Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira