Beinbrunasóttarfaraldur á Filippseyjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2019 11:30 Farið var í bólusetningarátak á landsvísu árið 2016. Vísir/Getty Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku. Filippseyjar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku.
Filippseyjar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira