Garðar að öllum líkindum hættur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2019 18:07 Garðar í leik með ÍA. Hann er þriðja markahæstur í sögu félagsins. vísir/ernir Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT
Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann