Lögreglan setur bann við búrkum ekki í forgang Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Svokallað "búrkubann“ eða bann við klæðum sem hylja andlit fólks tók gildi í Hollandi í gær. Nordicphotos/Getty Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi. Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Sjá meira
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Sjá meira