Jákvætt hvað fólk er meðvitað og upplýst um loftslagsmálin Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 fréttablaðið Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Rúmlega 62 prósent eru mjög sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir á að þegar almenningur hafi nýlega verið spurður um stærstu samfélagslegu áskoranirnar hafi loftslagsmálin verið langefst á blaði. „Þannig að við skynjum alls staðar hvatningu til að grípa til aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu sér mjög jákvætt hvað meðvitund fólks er mikil og hvað fólk er upplýst um þetta. Um leið held ég að þetta sé mikilvæg áminning fyrir stjórnmálin að standa í stykkinu hvað þessi mál varðar,“ segir Katrín. Nú sé líka verið að setja aukinn þunga í rannsóknir sem tengjast loftslagsmálum. „Það er lykilatriði að það sem við erum að gera sé að skila raunverulegum árangri,“ segir Katrín. Nánast allir stuðningsmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, eða á bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög eða frekar sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Tæplega 84 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og tæp 80 prósent Sjálfstæðismanna eru því sammála. Efasemdir um loftslagsbreytingar af mannavöldum er nánast eingöngu að finna meðal stuðningsmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Þannig er rúmur fimmtungur Miðflokksfólks frekar eða mjög ósammála og rúm 28 prósent kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna Miðflokksins eru frekar eða mjög sammála og um tveir af hverjum þremur stuðningsmönnum Flokks fólksins. Konur eru heldur sannfærðari um loftslagsbreytingar af mannavöldum en karlar. Þannig eru tvær af hverjum þremur konum mjög sammála því en tæp 58 prósent karla. Rúm sjö prósent karla eru hins vegar ósammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd en einungis tæp þrjú prósent kvenna. Þegar horft er á afstöðu mismunandi aldurshópa til málsins kemur í ljós að því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Í aldurshópnum 18-24 ára eru 83 prósent mjög sammála fullyrðingunni og rúm tólf prósent frekar sammála. Enginn sem svaraði í þessum aldurshópi sagðist ósammála. Katrín segir þetta ekki koma á óvart og bendir á mikla þátttöku í loftslagsverkföllum. „Maður skynjar líka mikinn áhuga þegar maður ræðir við ungt fólk. Við erum að sjá hérna kynslóð koma fram sem er miklu meðvitaðri og hefur miklu sterkari skoðanir á þessu en fyrri kynslóðir.“ Í elsta aldurshópnum sem er fólk 65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent mjög sammála fullyrðingunni og tæp 30 prósent frekar sammála. Þá reynast tæp 13 prósent ósammála fullyrðingunni. Könnunin var framkvæmd 24.-?29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira