Ekki talið að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. ágúst 2019 10:34 Hér sést umfang tjónsins að Fornubúðum vel. Vísir/Frikki Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Rannsókn er hafin á því hvers vegna mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Fórnubúðum í Hafnarfirði í gær. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum í húsinu sem hleypur á hundruðum milljóna. Ekkert bendir til þess að eldurinn hafi komið upp með saknæmum hætti. Slökkvistarfi að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði lauk formlega um klukkan ellefu í gærkvöldi og afhenti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lögreglu vettvanginn í kjölfarið. Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir og á sjötta tug slökkviliðsmanna tóku þátt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun nú ráðast í vettvangsrannsókn. Mikið verk er fyrir höndum að ráða fram úr hvers vegna eldurinn kom upp en stórvirk vinnuvél var fengin til þess að rjúfa þak byggingarinnar til þess að auðvelda slökkvistarf.Slökkvistarf tók um tuttugu klukkustundir.Vísir/Jói K.Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir í samtali við fréttastofu að gagnaöflun sé í fullum gangi. Rætt verði við vitni auk þess að lögreglan á von á að fá afrit af upptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu. Inntur eftir því grunur sé um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað segir Helgi svo ekki vera. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að slökkviliðsmenn hafi áttað sig á því strax í gær að brunahólfun hússins hafi verið ábótavant þar sem eldurnn hafði náð deifa úr sér á skömmum tíma. Tjónið í brunanum í gær er talið hlaupa á hundruðum milljóna hjá þremur fyrirtækjum sem voru með starfsemi í húsinu. Tjónið varð að öllum líkindum minnst hjá Fiskmarkaði Suðurlands, en slökkviliðsmenn náðu að forða því að eldurinn náði þangað. Tjónið þar er mest vegna hita, reyks og vatns. Hjá hinum fyrirtækjunum, IC Core og IP-dreifingu varð altjón. Fjórða fyrirtækið Járnaborg, áformaði að hefja starfsemi í húsinu í dag en ljóst er að ekkert verði af því.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06 Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00 Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Það er allt farið“ Altjón varð í húsnæði útgerðarfyrirtækisins IP-útgerðar, sem var með starfsemi í þeim hluta hússins að Fornubúðum 3 í Hafnarfirði sem brann í nótt. 31. júlí 2019 11:06
Brunavarnir hússins í ólagi Tugir slökkviliðsmanna hafa unnið sleitulaust að því í meira en hálfan sólarhring að slökkva mikinn eld sem kom upp í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði í nótt. Nokkrar klukkustundir tók að ná yfirhöndinni á eldinum en gott veður átti þátt í því að það tókst. 31. júlí 2019 20:00
Búið að afhenda lögreglu brunavettvang Formlegu slökkvistarfi lauk um ellefu leytið í kvöld. 31. júlí 2019 23:46