Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 15:15 Sprengingin við hverfislögreglustöð við Norðurbrú aðfaranótt föstudags er níunda í röðinni á innan við hálfu ári. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55