Farage hæddist að konungsfjölskyldunni vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 09:49 Farage á ráðstefnu hægrimanna í Sydney um helgina. Vísir/EPA Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira