Brjálaðir yfir hægum leik DeChambeau: Tók sér tvær mínútur í pútt | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 10:32 Slórarinn Bryson DeChambeau. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau er ekki sá vinsælasti á Northern Trust-mótinu í New Jersey. Raunar er hann búinn að gera alla brjálaða með hægum leik. DeChambeau, sem á titil að verja á Northen Trust, tók sér meira en tvær mínútur í stutt pútt. Myndbandi af því var dreift á samfélagsmiðlum. Kylfingar fá 40 sekúndur til að framkvæma högg en DeChambeau stressar sig ekkert á því og tekur sér drjúgan tíma í öll högg. Margir þekktir kylfingar hafa gagnrýnt DeChambeau fyrir seinaganginn, m.a. Justin Rose, Lee Westwood og Rich Beam. Sá síðastnefndi biðlaði til forráðamanna PGA-mótaraðarinnar um að refsa DeChambeau.Dude. Putt already. @b_dechambeaupic.twitter.com/nf3WnQARiP — Justin Rose (@JRoseWXYZ) August 10, 2019You get the feeling from their postures that @TommyFleetwood1@FinoEFC@JustinThomas34 & Jimmy are like.... “oh for f$#%’s sake!” — Lee Westwood (@WestwoodLee) August 11, 2019THIS HAS GOT TO STOP!!!!! @PGATOUR if you don’t do something about this, SHAME ON YOU!!! As a member, I’m OUTRAGED you can tolerate this. You talk about “protecting the field”, then protect it by penalizing/DQing this type of behavior!! ENOUGH!!! — Rich Beem (@beemerpga) August 10, 2019 Tommy Fleetwood og Justin Thomas voru með DeChambeau í holli á Northern Trust. Þeir virtust hafa takmarkaðan húmor fyrir drolli Bandaríkjamannsins. Keppni á lokahring Northern Trust er hafin. DeChambeau er ekki enn byrjaður en þegar þetta er skrifað er hann í 24. sæti á samtals sex höggum undir pari, átta höggum á eftir forystusauðnum Patrick Reed. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau er ekki sá vinsælasti á Northern Trust-mótinu í New Jersey. Raunar er hann búinn að gera alla brjálaða með hægum leik. DeChambeau, sem á titil að verja á Northen Trust, tók sér meira en tvær mínútur í stutt pútt. Myndbandi af því var dreift á samfélagsmiðlum. Kylfingar fá 40 sekúndur til að framkvæma högg en DeChambeau stressar sig ekkert á því og tekur sér drjúgan tíma í öll högg. Margir þekktir kylfingar hafa gagnrýnt DeChambeau fyrir seinaganginn, m.a. Justin Rose, Lee Westwood og Rich Beam. Sá síðastnefndi biðlaði til forráðamanna PGA-mótaraðarinnar um að refsa DeChambeau.Dude. Putt already. @b_dechambeaupic.twitter.com/nf3WnQARiP — Justin Rose (@JRoseWXYZ) August 10, 2019You get the feeling from their postures that @TommyFleetwood1@FinoEFC@JustinThomas34 & Jimmy are like.... “oh for f$#%’s sake!” — Lee Westwood (@WestwoodLee) August 11, 2019THIS HAS GOT TO STOP!!!!! @PGATOUR if you don’t do something about this, SHAME ON YOU!!! As a member, I’m OUTRAGED you can tolerate this. You talk about “protecting the field”, then protect it by penalizing/DQing this type of behavior!! ENOUGH!!! — Rich Beem (@beemerpga) August 10, 2019 Tommy Fleetwood og Justin Thomas voru með DeChambeau í holli á Northern Trust. Þeir virtust hafa takmarkaðan húmor fyrir drolli Bandaríkjamannsins. Keppni á lokahring Northern Trust er hafin. DeChambeau er ekki enn byrjaður en þegar þetta er skrifað er hann í 24. sæti á samtals sex höggum undir pari, átta höggum á eftir forystusauðnum Patrick Reed.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira