Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:11 „Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
„Frábær sigur en margt sem við þurfum að laga. Ég var verulega ósáttur með fyrri hálfleikinn þar sem við dettum niður eftir frábæra byrjun,“ sagði ákveðinn Jón Þór Hauksson um sinn fyrsta sigur í sínum fyrsta keppnisleik sem landsliðsþjálfari Íslands. „Við vorum mjög öflugar fyrstu 10-15 mínúturnar en hvernig við dettum niður og hættum að gera hlutina sem voru að virka frábærlega í upphafi leiks er eitthvað sem við þurfum að bæta.“ Ísland lagði Ungverjaland með fjórum mörkum gegn einu á Laugardalsvelli í kvöld en leikurinn markar upphaf undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Staðan hafði verið 1-1 í hálfleik en Ísland kaffærði gestunum í síðari hálfleik. „Hvort það sé einhver værukærð í ljósi umræðunnar um að við séum miklu betri en þetta lið eða hvernig sem það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jón Þór ennfremur. Íslenska liðið kom mikið sterkari til leiks í síðari hálfleik. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn frábærlega og gerum þrjú frábær mörk. Hrós til stelpnanna með hvernig þær koma út í seinni hálfleikinn. Fáum líka gríðarlegan kraft með varamönnunum, sama reyndar með Hlín [Eiríksdóttir] og Öglu [Maríu Albertsdóttur] áður en þær fara út af.“ „Þetta sýnir bara breiddina í liðinu og frábært fyrir okkur að þær sem koma inná í þessum leikjum séu virkilega að láta til sín taka og hrós til stelpnanna með seinni hálfleikinn,“ sagði Jón Þór um breytinguna sem varð á íslenska liðinu í síðari hálfleik. Hlín Eiríksdóttir skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska A-landsliðið í dag en var tekin af velli nánast samstundis. Jón Þór fór yfir af hverju svo var. „Við vorum búin að ákveða að gera þessa skiptingu og þær [Hlín og Agla] stóðu sig virkilega vel. Ég er ekki að gera skiptingar af því ég er ekki ánægður með þær heldur til að fá ferska fætur inn. Það eru mikil hlaup hjá vængmönnum okkar og það er stutt í næsta leik, ég er í skýjunum með hvernig varamennirnir okkar komu inn í dag.“ Að lokum var Jón Þór spurður um leikinn á mánudaginn þar sem Ísland mætir Slóvakíu. „Við tökum þrjú stig út úr þessu og góða byrjun á þessari undankeppni og það er það sem skiptir máli þegar út í móti er komið en það eru þættir sem við viljum klárlega laga fyrir mánudaginn,“ sagði sigurreifur Jón Þór Hauksson að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54