Fleira matur en feitt kjöt? Davíð Þorláksson skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Rætt hefur verið um að minnka, eða jafnvel banna, notkun dýraafurða í mötuneytum borgarinnar. Nú vinn ég ekki hjá borginni og á ekki börn í skóla, og það er ólíklegt að það sé að fara að breytast á næstunni, þannig að þetta kemur mér ekki beint við. En, sem áhugamaður um matvælaframleiðslu langar mig þó að velta upp nokkrum sjónarmiðum. Meginmarkmið ætti að vera að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan mat. Einnig þarf að huga að umhverfisáhrifum framleiðslu og flutnings og velferð og aðbúnaði dýra. Við eigum matvælaframleiðslu þar sem vel er hugsað um dýr og til dæmis sýklalyf eru ekki notuð í miklum mæli. Það er erfitt að ímynda sér betra líf fyrir dýr í matvælaframleiðslu en íslenska lambið sem fær að ganga um fjöll stærstan hluta ævi sinnar. Það er heldur ekki svo að vegan sé alltaf hollara eða betra en dýraafurðir. Það er ekkert óhollt við það að neyta eggja og óunnins kjöts og fisks. Það er heldur ekki svo að kolefnisspor allra dýraafurða sé dýpra en alls grænmetis og ávaxta. Til dæmis er ein kaloría af eldislaxi með 1,5 g kolefnisspor en tómatur með 14. Lykilatriði hlýtur að vera að upplýsa fólk um uppruna og umhverfisáhrif matar og bjóða því svo upp á val. Á meðan langflest heimili í landinu neyta dýraafurða þá eru öfgar eins og að banna þær eða takmarka í stórum stíl ólíklegir til árangurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Rætt hefur verið um að minnka, eða jafnvel banna, notkun dýraafurða í mötuneytum borgarinnar. Nú vinn ég ekki hjá borginni og á ekki börn í skóla, og það er ólíklegt að það sé að fara að breytast á næstunni, þannig að þetta kemur mér ekki beint við. En, sem áhugamaður um matvælaframleiðslu langar mig þó að velta upp nokkrum sjónarmiðum. Meginmarkmið ætti að vera að bjóða upp á hollan, fjölbreyttan og góðan mat. Einnig þarf að huga að umhverfisáhrifum framleiðslu og flutnings og velferð og aðbúnaði dýra. Við eigum matvælaframleiðslu þar sem vel er hugsað um dýr og til dæmis sýklalyf eru ekki notuð í miklum mæli. Það er erfitt að ímynda sér betra líf fyrir dýr í matvælaframleiðslu en íslenska lambið sem fær að ganga um fjöll stærstan hluta ævi sinnar. Það er heldur ekki svo að vegan sé alltaf hollara eða betra en dýraafurðir. Það er ekkert óhollt við það að neyta eggja og óunnins kjöts og fisks. Það er heldur ekki svo að kolefnisspor allra dýraafurða sé dýpra en alls grænmetis og ávaxta. Til dæmis er ein kaloría af eldislaxi með 1,5 g kolefnisspor en tómatur með 14. Lykilatriði hlýtur að vera að upplýsa fólk um uppruna og umhverfisáhrif matar og bjóða því svo upp á val. Á meðan langflest heimili í landinu neyta dýraafurða þá eru öfgar eins og að banna þær eða takmarka í stórum stíl ólíklegir til árangurs.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar