Fjölbreyttur Tíbrár tónlistarvetur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 09:45 Sigurbjörn Bernharðsson. Tíu tónleikar verða í Tíbrár-tónleikaröðinni í vetur auk þess sem bryddað verður upp á nýjungum með því að bjóða upp á sófaspjall og tónleikakynningar í forsal Salarins á undan sex af tónleikum raðarinnar. Í tilefni tuttugu ára afmælis Salarins fæst 50 prósent afsláttur af miðaverði ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í áskrift en áskriftarsalan stendur til 10. september. Allir tónleikarnir verða á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Fyrstu tónleikar vetrarins í Tíbrá verða 10. september með Strokkvartettinum Sigga og á næstu tónleikum stíga Lilja Guðmundsdóttir, sópran, Ágúst Ólafsson, barítón, og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir á svið. Í byrjun október koma fram tveir ungir tónlistarmenn, Ragnar Jónsson á selló og Jónas Ásgeir Ásgeirsson á harmonikku. Það verður dans og söngur á tónleikum Hönnu Dóru Sturludóttur mezzósópransöngkonu, Martials Nardeau flautuleikara og Snorra Sigfúsar Birgissonar í lok október. Í byrjun nóvember stígur á svið tangóseptett, Le Grand Tango. Í upphafi þorra leikur Gadus morhua með þeim Eyjólfi Eyjólfssyni, Björk Níelsdóttur og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur einsöngslög í nýjum útsetningum. Í febrúar flytur Umbra, með þeim Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, forna og nýja tónlist. Í lok febrúar verða kabarettar og tangóar á dagskrá þegar Guja Sandholt, mezzósópran, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðla, og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó, flytja verk eftir Benjamin Britten og Kurt Weill. Boðið verður upp á tónleika með fiðluleikaranum Sigurbirni Bernharðssyni og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Kordo kvartett lýkur tónleikaröðinni í lok mars. Boðið verður upp á tónleikakynningar fyrir þrenna tónleika í vetur og verða þær í umsjón Friðriks Margrétar-Guðmundssonar sem er tónskáld, dagskrárgerðarmaður og sviðslistamaður. Jafnframt verður boðið upp á sófaspjall við tónlistarmenn fyrir þrenna tónleika en þá munu tónlistarmenn spjalla við Arndísi Björk Ásgeirsdóttur dagskrárgerðarkonu um tónleikana sem fram undan eru og lífið sem tónlistarmaður. Tónleikakynningarnar og sófaspjallið fara fram í forsal Salarins klukkutíma fyrir tónleikana sjálfa. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tíu tónleikar verða í Tíbrár-tónleikaröðinni í vetur auk þess sem bryddað verður upp á nýjungum með því að bjóða upp á sófaspjall og tónleikakynningar í forsal Salarins á undan sex af tónleikum raðarinnar. Í tilefni tuttugu ára afmælis Salarins fæst 50 prósent afsláttur af miðaverði ef keyptir eru miðar á alla tónleikana tíu í áskrift en áskriftarsalan stendur til 10. september. Allir tónleikarnir verða á þriðjudagskvöldum kl. 19.30. Fyrstu tónleikar vetrarins í Tíbrá verða 10. september með Strokkvartettinum Sigga og á næstu tónleikum stíga Lilja Guðmundsdóttir, sópran, Ágúst Ólafsson, barítón, og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir á svið. Í byrjun október koma fram tveir ungir tónlistarmenn, Ragnar Jónsson á selló og Jónas Ásgeir Ásgeirsson á harmonikku. Það verður dans og söngur á tónleikum Hönnu Dóru Sturludóttur mezzósópransöngkonu, Martials Nardeau flautuleikara og Snorra Sigfúsar Birgissonar í lok október. Í byrjun nóvember stígur á svið tangóseptett, Le Grand Tango. Í upphafi þorra leikur Gadus morhua með þeim Eyjólfi Eyjólfssyni, Björk Níelsdóttur og Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur einsöngslög í nýjum útsetningum. Í febrúar flytur Umbra, með þeim Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, forna og nýja tónlist. Í lok febrúar verða kabarettar og tangóar á dagskrá þegar Guja Sandholt, mezzósópran, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, fiðla, og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó, flytja verk eftir Benjamin Britten og Kurt Weill. Boðið verður upp á tónleika með fiðluleikaranum Sigurbirni Bernharðssyni og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Kordo kvartett lýkur tónleikaröðinni í lok mars. Boðið verður upp á tónleikakynningar fyrir þrenna tónleika í vetur og verða þær í umsjón Friðriks Margrétar-Guðmundssonar sem er tónskáld, dagskrárgerðarmaður og sviðslistamaður. Jafnframt verður boðið upp á sófaspjall við tónlistarmenn fyrir þrenna tónleika en þá munu tónlistarmenn spjalla við Arndísi Björk Ásgeirsdóttur dagskrárgerðarkonu um tónleikana sem fram undan eru og lífið sem tónlistarmaður. Tónleikakynningarnar og sófaspjallið fara fram í forsal Salarins klukkutíma fyrir tónleikana sjálfa.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira