FIFA sagt vera að kanna möguleikann á því að vera með vélmenni í stað aðstoðardómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 10:30 Sjáum við svona dómara í framtíðinni? Getty/Aaron van Zandvoort/S Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til. FIFA Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Varsjáin er orðin stór hluti af knattspyrnunni enda VAR nú í öllum stærstu deildum heims. Alþjóða knattspyrnusambandið íhugar nú að ganga enn lengra í „tölvuvæðingu“ fótboltans. Enska blaðið Sunday Mirror sagði frá því í gær að forystumenn FIFA séu nú að skoða betur þann möguleika að vélmenni komi í stað aðstoðardómara í framtíðinni. Þessi vélmenni myndu þá hafa það af aðalstarfi og í raun eina starfi að fylgjast með rangstöðunni í leikjum. Með hjálp gervigreindartækni fengi dómari leiksins þá nauðsynlega aðstoð frá þessu aðstoðardómara-vélmennum en yrði að treysta á sig og mögulega Varsjána í öðrum atriðum.Fifa are believed to be investigating whether robots could replace assistant referees to make offside decisions, given they are already helping the video assistant referees. Latest #football gossip https://t.co/nneJh7l2sp#bbcfootball#VARpic.twitter.com/cH1S8BYdSo — BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2019Það þarf að hanna og svo rannsaka vel umrædda róbóta eða vélmenni sem fengju þetta hlutverk að fylla í skarð aðstoðardómara. Sú hönnun og þróun gæti tekið sinn tíma. Það er alveg ljóst að þetta er ekki að fara að gerast á næstunni eða á næstu árum og mun örugglega taka mörg ár til að þróa betur. Alþjóða knattspyrnusambandið mun ekki stökkva á svona róttæka breytingu nema að allt sé pottþétt og fullprófað. Það eitt að sambandið sé að skoða þennan möguleika er dæmi um framtíðarsýn FIFA. VAR hefur verið að stíga fyrstu skrefin sín í ensku úrvalsdeildinni í vetur og þarf að slípast betur. Enska úrvalsdeildin var síðasta stóra deildin til aða stíga þetta skref. Eftir nokkur ár fer fólk eflaust að gleyma því hvernig fótboltinn var án varsjárinnar. Gianni Infantino, forseti FIFA, er mikill baráttumaður fyrir Varsjánni og það er fátt sem kemur í veg fyrir að tæknin fái stærra hlutverk í fótboltanum. Hvort að FIFA taki það risaskref að skipta út aðstoðardómurunum verður við að bíða og sjá til.
FIFA Fótbolti Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira