Of ung til að spila með félagsliði sínu en má spila með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 13:30 Velska landsliðið. Mynd/Heimasíða velska sambandsins Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018 EM 2021 í Englandi Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Carrie Jones er ekki orðin sextán ára gömul og má því ekki enn spila með meistaraflokksliði Cardiff City. Hún hefur hins vegar valin í landsliðshóp Wales fyrir leik í undankeppni EM 2021. Það er því mjög líklegt að hennar fyrsti meistaraflokksleikur verði með A-landsliði þjóðar hennar en ekki með félagsliðinu. Wales mun spila á móti Færeyjum 28. ágúst og gegn Norður-Írlandi 3. september. Carrie Jones er nemi The Newtown High School og verður ekki sextán ára fyrr en eftir landsleikjahléð. Hún má ekki spila með Cardiff City áður en hún verður sextán. Það eru aftur á móti engar aldursreglur þegar kemur að A-landsliði Wales. Carrie Jones er mjög efnileg knattspyrnukona og hefur spilað fyrir bæði fimmtán og sautján ára landslið Wales.She's too young to play for her club... but not her country. Imagine making your international debut before you've kicked a ball for your club. More https://t.co/rPuOnoEmJi#bbcfootballpic.twitter.com/xCGk2GN0h5 — BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2019 Það spilar vissulega inn í þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að tveir lykilmenn á miðju landsliðsins, Jess Fishlock og Rachel Rowe, slitu krossband. Hópurinn hefur því þynnst snögglega. „Ég bjóst ekki við því að vera valin því ég hef bara verið að einblína á sautján ára landsliðið. Ég vissi samt alveg að þessir leikir í undankeppninni væru á dagskránni. Ég hef lagt mikið á mig til að komast hingað og hingað er ég komin,“ sagði Carrie Jones í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var sjö ára og byrjaði að spila með strákaliði. Áður hafði ég spilað fótbolta á móti eldri frændum mínum. Frændur mínir eru miklir fótboltaáhugamenn og við í fjölskyldunni vorum vön að spila fimm á fimm á bóndabýli ömmu minnar. Þar byrjaði þetta allt,“ sagði Carrie Jones. „Þegar ég var að spila með strákaliðinu Newtown White Stars þá birtist einhver regla um að ég mætti ekki spila með strákum fyrr en ég væri tólf ára. Þá fór ég að spila með stelpum en byrjaði strax aftur að æfa með strákunum þegar reglan datt aftur út. Ég var að spila með strákunum á síðasta tímabili,“ sagði Carrie Jones. „Ég mun spila með Cardiff City á næsta ári og það er örugglega mikill munur á því að spila á móti fullorðnum konum en að spila á móti strákum,“ sagði Carrie. Carrie frétti af því að hún væri komin í A-landsliðið í afmælismatarboði föður hennar. Það má lesa meira um hana með því að smella hér.CARRIE JONES - @FAWales Women The year 9 pupil from Newtown high school @TheCyfle was called up by Jayne Ludlow to train with the @Cymru squad ahead of Thursday’s World Cup qualifier with Bosnia. Well done @CarrieJ123456pic.twitter.com/divN9DxV7a — Sgorio (@sgorio) June 6, 2018
EM 2021 í Englandi Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira