Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Hlaðni steinveggurinn sem um ræðir umlykur lóð hvalaskoðunarfyrirtækisins við Hafnarstétt á Húsavík. Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mannvirkinu og er það því kallað óleyfismannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomulagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á málinu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undirstöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tugþúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrirtækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skipulag Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30