Hljóp heilt maraþon í Levi's 501 gallabuxum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. ágúst 2019 11:13 Gunnar Hrafn Hall hljóp til styrktar ADHD-samtökunum. Mynd/Anna Sigríður Björnsdóttir Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Labbar sextán þúsund skref á dag í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp