Fríir söfnunartónleikar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2019 06:45 Guðný og Gunnar Kvaran ætla að hefja leikinn á laugardaginn. Guðný Einarsdóttir er organisti Háteigskirkju. Hún er að skipuleggja tónleika þar fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur klukkan 17. Þeir fyrstu eru nú á laugardaginn, þá spilar Gunnar Kvaran sellóleikari með henni. Ekkert kostar inn en baukur hafður opinn fyrir orgelsjóð. „Ég er búin að vera eitt ár hér í Háteigskirkju og mér fannst strax áhugavert og mikilvægt að endurlífga orgelsjóð sem búinn er að vera til í mörg, mörg ár. Það hefur alltaf staðið til að fá vandað orgel á svalirnar, eins og gert var ráð fyrir við hönnun kirkjunnar.“ Hljóðfærið sem nú er notað keypti Marteinn Hunger til bráðabirgða þegar hann var organisti kirkjunnar á sínum tíma. Það er lítið sjö radda orgel sem hefur ágætan hljóm en ekki mikla breidd, að sögn Guðnýjar. „Þessi kirkja ber alveg stærra hljóðfæri og meiri fjölbreytileika. En það er ekki búið að ákveða hvernig orgel verður keypt og ég vil byrja söfnunina með frjálsum framlögum tónleikagesta og sjá hvernig það gengur. Býst ekki við að ég safni fyrir öllu hljóðfærinu með þessari tónleikaröð, því sjóðurinn er ekki stór fyrir. Þetta verður brekka en skemmtileg brekka því það skapaðist strax góð stemning fyrir málefninu og margir velunnarar og listamenn vilja leggja sitt af mörkum.“ Kór kirkjunnar stendur þétt við bakið á Guðnýju. „Þetta er bara dásamlegur kór, þegar ég bar hugmyndina varfærnislega undir hann, hvort við gætum hugsanlega, mögulega, haft tvenna eða þrenna tónleika fyrir jól þá voru allir til í það. Þarna er hæfileikafólk sem er tilbúið að spila á hljóðfæri og syngja einsöng,“ lýsir hún. „Ég lagði líka upp með að stemningin á tónleikunum þyrfti ekki að vera alltof hátíðleg, heldur mætti vera heimilisleg, það féll í góðan jarðveg. Við erum að gera þetta fyrir málefnið og því skapast sérstakt andrúmsloft.“ Guðný segir þau Gunnar Kvaran verða á klassískum nótum á laugardaginn, með Bach og fegurð. „Það hefur staðið til að við héldum tónleika saman og ég stakk upp á að hann opnaði með mér þessa tónleikaröð, honum leist vel á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Guðný Einarsdóttir er organisti Háteigskirkju. Hún er að skipuleggja tónleika þar fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur klukkan 17. Þeir fyrstu eru nú á laugardaginn, þá spilar Gunnar Kvaran sellóleikari með henni. Ekkert kostar inn en baukur hafður opinn fyrir orgelsjóð. „Ég er búin að vera eitt ár hér í Háteigskirkju og mér fannst strax áhugavert og mikilvægt að endurlífga orgelsjóð sem búinn er að vera til í mörg, mörg ár. Það hefur alltaf staðið til að fá vandað orgel á svalirnar, eins og gert var ráð fyrir við hönnun kirkjunnar.“ Hljóðfærið sem nú er notað keypti Marteinn Hunger til bráðabirgða þegar hann var organisti kirkjunnar á sínum tíma. Það er lítið sjö radda orgel sem hefur ágætan hljóm en ekki mikla breidd, að sögn Guðnýjar. „Þessi kirkja ber alveg stærra hljóðfæri og meiri fjölbreytileika. En það er ekki búið að ákveða hvernig orgel verður keypt og ég vil byrja söfnunina með frjálsum framlögum tónleikagesta og sjá hvernig það gengur. Býst ekki við að ég safni fyrir öllu hljóðfærinu með þessari tónleikaröð, því sjóðurinn er ekki stór fyrir. Þetta verður brekka en skemmtileg brekka því það skapaðist strax góð stemning fyrir málefninu og margir velunnarar og listamenn vilja leggja sitt af mörkum.“ Kór kirkjunnar stendur þétt við bakið á Guðnýju. „Þetta er bara dásamlegur kór, þegar ég bar hugmyndina varfærnislega undir hann, hvort við gætum hugsanlega, mögulega, haft tvenna eða þrenna tónleika fyrir jól þá voru allir til í það. Þarna er hæfileikafólk sem er tilbúið að spila á hljóðfæri og syngja einsöng,“ lýsir hún. „Ég lagði líka upp með að stemningin á tónleikunum þyrfti ekki að vera alltof hátíðleg, heldur mætti vera heimilisleg, það féll í góðan jarðveg. Við erum að gera þetta fyrir málefnið og því skapast sérstakt andrúmsloft.“ Guðný segir þau Gunnar Kvaran verða á klassískum nótum á laugardaginn, með Bach og fegurð. „Það hefur staðið til að við héldum tónleika saman og ég stakk upp á að hann opnaði með mér þessa tónleikaröð, honum leist vel á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira