Jón Þór: Elín búin að vera frábær á árinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2019 21:09 „Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
„Þetta var erfið fæðing, við vissum það að slóvakíska yrði þétt til baka og erfitt við að eiga. Það er búið að ná flottum úrslitum í síðustu þremur leikjum á undan þessum leik og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim leikjum. Við vissum það að okkar biði þolinmæðis verk en ég er stoltur og ánægður með liðið í dag,“ sagði Jón Þór Hauksson þjálfari A-landsliðs kvenna eftir 1-0 sigur gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2021. „Þær héldu alltaf áfram og höfðu trú á þessu. Við þurftum aðeins að skerpa á hreyfingunum okkar inn í teig eftir fyrri hálfleikinn þar sem við vorum að fá frábærar fyrirgjafir og koma okkur í ágætis stöður en það gekk illa að skapa þessi dauðafæri en mér fannst við bæta okkur í síðari hálfleik og kláruðum leikinn,“ sagði Jón Þór ennfremur. Elín Metta Jensen skoraði eina mark Íslands í dag. Þá var hún var einnig á skotskónum gegn Ungverjalandi á dögunum en Elín er markahæst í Pepsi Max deild kvenna ásamt Hlín Eiríksdóttur, liðsfélaga sínum hjá Val, með 15 mörk. „Frábært mark hjá Elínu, hennar þriðja í þessu verkefni en hún er búin að vera frábær á árinu,“ sagði Jón Þór um Elínu Mettu og hennar framlag í síðustu tveimur leikjum. Hlín Eiríksdóttir byrjaði á bekknum í dag en annan leikinn í röð skipti Jón Þór báðum kantmönnum sínum af velli í síðari hálfleik. „Það frískar upp á þetta og við erum með 4-5 frábæra kantmenn í hópnum. Það er breiddin sem við höfum. Það er mjög mikilvægt að vera á fullum krafti í 90 mínútur út á vængjunum, það eru mikil hlaup á kantmönnunum okkar og þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór aðspurður hvort þessar skiptingar væru komnar til að vera. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá sex stig í þessum tveimur heimaleikjum og það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Jón Þór að lokum um hversu mikilvægt væri að byrja þessa undankeppni á tveimur sigrum, sérstaklega í ljósi þess að um heimaleiki væri að ræða.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45
Sjáðu sigurmarkið mikilvæga úr Laugardalnum Ísland er með mikilvæg sex stig eftir fyrstu tvo leikina 2. september 2019 20:42