Sameinumst fyrir framtíðina Sigrún Jónsdóttir skrifar 19. september 2019 08:02 Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar