Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 19:00 Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP. Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP.
Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01