Norðmaðurinn komst í hóp með Van Basten, Raúl og Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 13:00 Erling Braut Håland fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Getty/Michael Molzar Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras. Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Nítján ára Norðmaður, Erling Braut Håland, var stjarna kvöldsins í Meistaradeildinni í gær en hann fór á kostum í stórsigri austurríska félagsins Red Bull Salzburg. Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Red Bull Salzburg á belgíska félaginu Genk en þetta var fyrsti leikur Norðmannsins í Meistaradeildinni. Håland opnaði markareikning sinn eftir aðeins 102 sekúndur og var kominn með þrennuna fyrir hálfleik.19y 58d - Erling Haaland, aged 19 years and 58 days, is the third youngest player to score a Champions League hat-trick, behind Raúl (18y 113d in 1995) and Wayne Rooney (18y 340d in 2004). Welcome. pic.twitter.com/24DNlzXdza — OptaJoe (@OptaJoe) September 17, 2019Håland varð með þessu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni á eftir þeim Raúl González og Wayne Rooney. Wayne Rooney skoraði þrennuna í fyrsta Meistaradeildarleik sínum en Raúl í þeim þriðja. Raúl González var aftur á móti sá yngsti af þeim og sá eini sem náði því fyrir nítján ára afmælið. Það hafa nokkrir aðrir kunnir kappar náð að skora þrennu í fyrsta Meistaradeildarleik sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Marco Van Basten náði því reyndar ekki fyrr en hann var 28 ára gamall þar sem Meistaradeildin byrjaði ekki fyrr en tímabilið 1992-93.Hat-trick in his Champions League debut: 1992 Van Basten (28 years old) 1997 Asprilla (27) 2002 Ayegbeni (19) 2004 Rooney (18) 2005 Iaquinta (25) 2009 Graphite (30) 2014 Brahimi (24) 2019 HÅLAND (19) — MisterChip (English) (@MisterChiping) September 17, 2019Erling Haland setti líka met með því að skora öll þrjú mörkin sín í fyrri hálfleiknum en það hefur táningur aldrei gert áður í sögu Meistaradeildarinnar. Það er ljóst á þessu að Lars Lagerbäck, þjálfari norska landsliðsins, er þarna búinn að fá framtíðarframherja norska landsliðsins en hann valdi einmitt Håland í síðasta verkefni norska landsliðsins. Håland skoraði ekki í fyrstu tveimur landsleikjum sínum en hann er svo heitur þessa dagana að hann bætir væntanlega úr því í októberleikjunum.Erling Haland (19y-58d) of FC Salzburg is the youngest player to score a UEFA Champions League hat trick in the 1st half of a match. pic.twitter.com/qFjRKMuILr — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019 Los más jóvenes en marcar un hat-trick en el primer tiempo de un partido de Champions League (ojo con el podio): HÅLAND (19 años y 58 días) Shevchenko (21 años y 37 días) Messi (22 años y 286 días) [] único que lo logró en su debut en el torneo. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 17, 2019Þrennan í gær þýðir að Erling Braut Håland er búinn að skora 17 mörk í fyrstu 9 leikjum RB Salzburg á tímabilinu en hann er með Håland komst líka í fréttirnar í sumar þegar hann skoraði níu mörk í sama leiknum í úrslitakeppni HM 20 ára liða í Póllandi en hann var þá með 9 af 12 mörkum Norðmanna í sigri á Hondúras.
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira