Grunaður skattsvikari og fræðimaður áfram í seinni umferð forsetakosninga í Túnis Andri Eysteinsson skrifar 17. september 2019 20:16 Niðurstöður fyrri umferðar voru kynntar í dag. Getty/NurPhoto Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Ljóst er hvaða tveir frambjóðendur munu taka þátt í seinni umferð túnisku forsetakosninganna sem fara líklega fram um miðjan næsta mánuð. AP greinir frá. Auðjöfurinn Nabil Karoui, sem þessa dagana situr í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti verður ásamt lagaprófessornum Kais Saied á atkvæðaseðlinum í október. 26 voru í framboði en auk Karoui og Saied voru tveir fyrrum forsætisráðherrar í framboði. Karoui hlaut 18,4% greiddra atkvæða en Saied hlaut 15,6%. Frambjóðandi stærsta þingflokks landsins, Abdelfattah Mourou hlaut 12,9% greiddra atkvæða. Kjörsókn var lág eða um 49%. Nabil Karoui er einn stofnanda Nessma TV fjölmiðlasamsteypunnar en hann situr eins og áður segir í fangelsi vegna gruns um skattsvik og peningaþvætti. Karoui neitar ásökunum og segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar. Lögfræðiteymi hans vinnur nú hörðum höndum við að leysa hann úr haldi fyrir kjördag. Saied er lagaprófessor sem talinn er vera mjög íhaldssamur í skoðunum, hann vill þó ekki kenna sig við neinn flokk eða stefnu og flokkar sig sem sjálfstæðan frambjóðanda. Hann hefur greint frá því að hann telji sig ekki eiga í kosningabaráttu við einn né neinn og segir Túnisa mega kjósa hvern þann sem þeim sýnist. Kosningarnar eru aðrar forsetakosningarnar í ríkinu frá því að leiðtoganum Ben Ali var steypt af stóli í arabíska vorinu árið 2011. Beji Caid Essebsi var áður forseti landsins en hann lést 25. Júlí síðastliðinn, 92 ára að aldri.
Túnis Tengdar fréttir Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28 Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Forseti Túnis látinn Essebsi forseti var lagður inn á sjúkrahús í gær. Hann var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Túnis og elsti sitjandi forseti heims. 25. júlí 2019 10:28
Forseti Túnis fluttur alvarlega veikur á sjúkrahús Talsmenn forsetaembættisins hafna fréttum af því að forsetinn níræði sé látinn en segja ástand hans alvarlegt. 27. júní 2019 14:00