Ólafur: Risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja þetta jöfnunarmark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 19:44 Ólafur var ekki par sáttur með rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk. Vísir/Vilhelm „Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00