Schengensamningurinn óraunhæfur Friðrik Daníelsson skrifar 12. september 2019 07:00 Einn af draumum ESB er bandaríki Evrópu; afnám landamæra milli ESB-landa, frjálsar ferðir, engin vegabréf. Gerður var samningur um afnám vegabréfa, Schengensamningurinn, sem átti að vera einn af hornsteinum „sameinaðrar“ Evrópu. 22 af 28 löndum ESB urðu með. Og Ísland ánetjaðist 1996 enda í EES. Eyríkin nágrannar okkar sem vita að þau eru ekki með nein landamæri heldur sjóinn sjálfan sem landmörk, Færeyingar, Grænlendingar, Bretar og Írar, héldu sig fyrir utan en vakta sínar strendur og flugvelli. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En eftir því sem flóttamannaþrýstingurinn frá fátækum löndum hefur aukist hefur komið í ljós að Schengensamningurinn var mistök. Schengen þýddi fyrir þróaðri löndin að þau urðu að taka á móti mönnum með aðra menningu og atvinnuþekkingu frá ESB-löndum í suðri. Ýmis vandamál hafa fylgt, bæði hefur víða reynst erfitt að aðlaga innflytjendurna að aðstæðum í móttökulandinu, kostnaður skattgreiðenda orðið mikill og óöld og óöryggi aukist sumstaðar. En framan af virtist ástandið viðráðanlegt. Það var svo flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum hleypti stjórn á fólksinnflutningum til og milli Evrópulanda í uppnám. Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Schengen að vera „framvarðalönd“ í suðri og sjá um stjórn á fólksinnflutningi á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra, samþykkja eða hafna landvist á Schengensvæðinu. Settar voru sk. Dublinreglur um meðferð flóttamanna. Þær reyndust svo gallaðar að þær urðu til þess að opna öll Schengenlönd fyrir flóttamannaflóðinu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir framvarðarlöndin að framkvæma skráningu og mat á öllum. Einfaldast fyrir þau var að sleppa flóttamönnunum stjórnlaust áfram til Norður-Evrópu en nýjar Dublinreglur opnuðu á það. Þá lenti á löndum þar að taka við þeim. Flóttamannaflóðið reyndist framvarðarlöndum í suðri ofviða eins og við mátti búast. Merkel, talsmaður valdamesta lands ESB og þess með verstu múgsamviskuna, lét boð út ganga að Þýskaland mundi ekki vísa neinum flóttamönnum frá. Þar með tóku langar raðir, mest ungir karlar, að þræða sig frá Miðjarðarhafi upp eftir Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki, Slóvenía. Meira að segja góðu ömmur alls heimsins, Svíar og Danir, tóku aftur upp landamæraeftirlit. Þar með var landamæraleysi Schengen fyrir róða. ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schengenlöndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifðist um Evrópu þar með til Íslands. Stjórnvöld gátu ekki stjórnað fólksinnflutningnum, enginn veit hvað margir komu eða hvernig þeir eru. Eymd fólks er oft notuð af gróðabröllurum og smyglurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við. Frá sumum stöðum eru það aðallega menn með fé milli handa sem komast til Vesturlanda. En það kemur oft í hlut skattgreiðenda að útvega flóttamönnunum skjól og lífsviðurværi. Margir af flóttamönnunum halda sig saman í hverfum og illa ræðst við að koma þeim á vestrænt menningarstig og aðlaga þá móttökulandinu. Schengensamningurinn og Dublinarreglufenið reyndist byggt á óraunsæjum draumórum og hrundi til grunna. Og það sem verra var, tók með sér hluta af friðsæld og menningu Evrópu í fallinu. Schengensamningurinn stjórnar ekki fólksfjölgun í fátæku löndunum og ræður ekki við vaxandi þrýsting fólks þaðan á að komast til Vesturlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Einn af draumum ESB er bandaríki Evrópu; afnám landamæra milli ESB-landa, frjálsar ferðir, engin vegabréf. Gerður var samningur um afnám vegabréfa, Schengensamningurinn, sem átti að vera einn af hornsteinum „sameinaðrar“ Evrópu. 22 af 28 löndum ESB urðu með. Og Ísland ánetjaðist 1996 enda í EES. Eyríkin nágrannar okkar sem vita að þau eru ekki með nein landamæri heldur sjóinn sjálfan sem landmörk, Færeyingar, Grænlendingar, Bretar og Írar, héldu sig fyrir utan en vakta sínar strendur og flugvelli. Um tíma virtist vera hægt að ráða við framkvæmd samningsins. En eftir því sem flóttamannaþrýstingurinn frá fátækum löndum hefur aukist hefur komið í ljós að Schengensamningurinn var mistök. Schengen þýddi fyrir þróaðri löndin að þau urðu að taka á móti mönnum með aðra menningu og atvinnuþekkingu frá ESB-löndum í suðri. Ýmis vandamál hafa fylgt, bæði hefur víða reynst erfitt að aðlaga innflytjendurna að aðstæðum í móttökulandinu, kostnaður skattgreiðenda orðið mikill og óöld og óöryggi aukist sumstaðar. En framan af virtist ástandið viðráðanlegt. Það var svo flóttamannasprengjan úr suðri 2015 sem að lokum hleypti stjórn á fólksinnflutningum til og milli Evrópulanda í uppnám. Grikkland, Ítalía og Spánn áttu samkvæmt Schengen að vera „framvarðalönd“ í suðri og sjá um stjórn á fólksinnflutningi á landamörkum Evrópu að Miðjarðarhafi. Sömu lönd áttu einnig að skrá flóttamennina og meðhöndla umsóknir þeirra, samþykkja eða hafna landvist á Schengensvæðinu. Settar voru sk. Dublinreglur um meðferð flóttamanna. Þær reyndust svo gallaðar að þær urðu til þess að opna öll Schengenlönd fyrir flóttamannaflóðinu. Þegar flóðið var orðið að þjóðflutningum 2015 varð óframkvæmanlegt fyrir framvarðarlöndin að framkvæma skráningu og mat á öllum. Einfaldast fyrir þau var að sleppa flóttamönnunum stjórnlaust áfram til Norður-Evrópu en nýjar Dublinreglur opnuðu á það. Þá lenti á löndum þar að taka við þeim. Flóttamannaflóðið reyndist framvarðarlöndum í suðri ofviða eins og við mátti búast. Merkel, talsmaður valdamesta lands ESB og þess með verstu múgsamviskuna, lét boð út ganga að Þýskaland mundi ekki vísa neinum flóttamönnum frá. Þar með tóku langar raðir, mest ungir karlar, að þræða sig frá Miðjarðarhafi upp eftir Evrópu. Flóðið var slíkt að löndin á vegi þess tóku eitt af öðru að setja upp landamæragirðingar: Ungverjaland, Búlgaría, Austurríki, Slóvenía. Meira að segja góðu ömmur alls heimsins, Svíar og Danir, tóku aftur upp landamæraeftirlit. Þar með var landamæraleysi Schengen fyrir róða. ESB-sagði Makedóníu að setja upp „landamæragirðingu ESB“ á landamærunum við Grikkland sem yrðu ytri landamæri Schengen. Þar með var ekki aðeins að Schengenlöndin hefðu gefist upp við að halda Schengen gangandi heldur einnig höfuðpaurarnir í Brussel. Og Grikkland í raun rekið úr Schengen. Flóttamannaflóðið dreifðist um Evrópu þar með til Íslands. Stjórnvöld gátu ekki stjórnað fólksinnflutningnum, enginn veit hvað margir komu eða hvernig þeir eru. Eymd fólks er oft notuð af gróðabröllurum og smyglurum sem erfiðlega reynist að stemma stigu við. Frá sumum stöðum eru það aðallega menn með fé milli handa sem komast til Vesturlanda. En það kemur oft í hlut skattgreiðenda að útvega flóttamönnunum skjól og lífsviðurværi. Margir af flóttamönnunum halda sig saman í hverfum og illa ræðst við að koma þeim á vestrænt menningarstig og aðlaga þá móttökulandinu. Schengensamningurinn og Dublinarreglufenið reyndist byggt á óraunsæjum draumórum og hrundi til grunna. Og það sem verra var, tók með sér hluta af friðsæld og menningu Evrópu í fallinu. Schengensamningurinn stjórnar ekki fólksfjölgun í fátæku löndunum og ræður ekki við vaxandi þrýsting fólks þaðan á að komast til Vesturlanda.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun