Logi gagnrýndi ríkisstjórnina og sagði hana „ósamstíga og hugmyndasnauða“ Andri Eysteinsson skrifar 11. september 2019 19:55 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, auk aðgerða hennar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Logi sagði að eins fallegt og það kunni að hljóma dugi það ekki að mynda stjórn eftir endilöngu pólitíska litrófinu. „Stjórnmálafólk mætir reyndar stundum í viðtöl og segir að þó flokkar séu ekki alltaf sammála um leiðir séu þeir þó einhuga um markmið. En fyrir utan það að ósætti um leiðir dragi úr líkum á hnitmiðuðum aðgerðum, þá eru íslenskir stjórnmálaflokkar bara heldur ekki sammála um markmið,“ sagði Logi og bætti við að sumir stjórnmálaflokkar hafi hvorki áhuga á né áform um að ráðast gegn ójöfnuði og óréttlæti. Alþingi bíði flókin viðfangsefni en þó að sagt sé að snjöllustu lausnirnar verði til við snúnar aðstæður muni „Ósamstíga og hugmyndasnauð ríkisstjórn“ ekki bjóða upp á snjallar lausnir. Formaðurinn líkti þá þjóðfélaginu við líf í snotri blokk á stórri lóð. Í blokkinni hefðu flestir það þokkalegt, einhverjir séu fátækir en ein fjölskyldan sé forrík og ráði mestu. „Þó blokkin líti vel út að utan er viðhald sameignar lélegt t.d. vilja íbúar á neðri hæðum ekki taka þátt í þakviðgerðum og enginn sátt ríkir um hvernig greiða á í hússjóð. Við getum kallað blokkina þjóðarheimilið. Allt klippt og skorið á yfirborðinu - gott að meðaltali - en þegar betur er að gáð blasir við heilmikið óréttlæti,“ sagði Logi í ræðu sinni.Ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist Þá sagði Logi að það ætti ekki að skapa einstæðri móður vanda ef úlpa barns hennar týndist. Láglaunafólk og öryrkjar ættu ekki að vera matarlitlir hluta af mánuðinum og gamalt fólk ætti ekki að neita sér um læknisþjónustu vegna auraleysis. Staðan væri samt sú á Íslandi. „Ríkisstjórnin boðar engar grundvallaraðgerðir sem munu breyta núverandi stöðu. Efnahagsstjórnin er á forsendum Sjálfstæðisflokksins og það mun ekki færa okkur nær velsældarmarkmiðunum sem hæstvirtur forsætisráðherra talaði um,“ sagði Logi. Þá gagnrýndi Logi einnig aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. „Á tímum þar sem aldrei hefur verið meiri ástæða til samvinnu, veður uppi málflutningur afla sem afneita staðreyndum, grafa undan mannréttindum, ala á ótta og tortryggni, kynda undir ósætti. Samt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að ráðast í aðgerðir í loftlagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar“ „Í stað þess að boða nánari samvinnu við Evrópuríki - sem leiða aðgerðir gegn hamfarahlýnun - eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stórveldi, með leiðtoga, sem sjá skamms tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira