Háskólasvæðið með sjálfbærni að leiðarljósi Ásmundur Jóhannsson og Róbert Ingi Ragnarsson skrifar 27. september 2019 16:30 Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Innan Háskóla Íslands eru loftslagsmál í hávegum höfð og stúdentar keppast við að láta í sér heyra til þess að sporna gegn loftslagsbreytingum. Stúdentaráð berst af miklum krafti fyrir aukinni umræðu og aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og hvetja ráðamenn bæði innan Háskólans og utan að taka undir og grípa til aðgerða samhliða stúdentum. Stúdentaráð hefur barist ötullega fyrir því að Háma verði að öllu plastlaus og úrval grænkerafæði verði aukið svo dæmi séu tekin. Stærsta kolefnisfótspor Háskólans kemur þó e.t.v. vegna þess hve ósjálfbært háskólasvæðið er. Háskólinn, ásamt ráðamönnum borgarinnar og ríkisins í sameiningu, ættu að leggja upp með að í framtíðarskipulagi skólasvæðisins verði ávalt með sjáflbærni að leiðarljósi. Þegar rætt er um sjálfbært skipulag háskólasvæðisins er átt við um skipulag þar sem sé dregið úr neikvæðum áhrifum framkvæmda og byggðarþróunar á umhverfið á sama tíma og lífsgæði og þægindi stúdenta er aukin. En fókusinn er ekki aðeins á bein umhverfisáhrif, því einnig er mikilvægt að huga að samfélagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Sjálfbærni byggðar, í þessu tilfelli háskólasvæðisins, er þegar öll sú þjónusta sem íbúar þurfa að nálgast er í nærumhverfinu og lögð er áhersla á vistvæna ferðamáta. Það skapar hvort tveggja umhverfisvænni byggð og eykur þægindi íbúa til muna. Einnig skapar það hvata til þess að sleppa því að eiga og nota einkabíla og í staðinn ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur í lengri ferðir. Eins og staðan er núna þurfa stúdentar sem búsettir eru í stúdentagörðum við Háskólann að gera sér langa ferð til þess að sækja matvöruverslanir. Sama má segja um heilbrigðisþjónustu þar sem næstu heilsugæslustöðvar eru á Seltjarnarnesi og í Hlíðum en erlendis þekkist það að heilsugæslustöðvar eru staðsettar á háskólasvæðum. Löng gönguferð í slagviðri til að sækja þjónustu hljómar eflaust ekki vel í eyrum flestra, leiðakerfi Strætó sinnir ekki þörfinni og margir stúdentar hafa ekki kost á því að reka bíl. Þetta má að mestu leysa með því að stofna heilsugæslu og byggja lágvöruverslun á svæðinu líkt og stúdentar hafa kallað eftir. Einnig má nefna aðstöðu til líkamsræktar eru verulega ábótavant á Háskólasvæðinu þar sem þó vissulega sé Háskólaræktin starfandi þá er hún bæði komin til ára sinna ásamt því að vera óaðgengileg fyrir t.d. þau sem eru í hjólastól. Blessunarlega hefur hávær rödd stúdenta skilað því að stefnt er að uppbyggingu nýrrar líkamsræktar við Vísindagarða sem nú eru að rísa. Bæta þarf verulega hjóla- og göngustíga við og í kringum Háskólann og gefa einkabílum minna pláss og veita vistvænum samgöngumátum aukið rými. Bættar samgönguleiðir til og frá Háskólanum meðal annars með bættum almenningssamgöngum og bættum göngu- og hjólastígum eru nauðsynlegar til að hægja á loftslagsbreytingum og gera Háskólasvæðið meira aðlaðandi, fallegra, grænna og sjálfbærara. Stúdentar sem búa á Háskólasvæðinu ættu ekki að þurfa að eiga bíl til þess að sinna erindum eins og að fara í líkamsrækt og kaupa í matinn. Stærsti einstaki hluti kolefnisfótspor Háskólans er uppruninn frá einkabílnum og þegar fleiri stúdentar sjá hag sinn í því að losa sig við einkabílinn og nota vistvænni samgöngumáta þá getur það leitt til þess að umferðarteppan í Reykjavík lagist að einhverju leiti. Ásmundur Jóhannsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Róbert Ingi Ragnarsson, stúdentaráðsliði Röskvu og sviðsráðsforseti Félagsvísindasviðs
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar