Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. september 2019 08:15 Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Vísir/Friðrik „Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
„Það er nóg að gera og nú er staðan sú að við höfum átt í samtali síðan í vor. Þetta hefur sannarlega tekið langan tíma en okkur hefur miðað áfram,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins (SNR) um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. BSRB ákvað í vikunni að slíta viðræðum sínum við SNR og vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Helsta ágreiningsefnið er stytting vinnuvikunnar en BSRB sættir sig ekki við tilboð stjórnvalda í þeim efnum. „Sumum hentar að stytta hvern dag, öðrum hentar að hætta fyrr á föstudögum og svo eru einhverjir sem hafa gagn af auknum sveigjanleika. Okkar upplegg er að það sé verið að bæta starfsumhverfið og tillaga okkar gengur út á það að vinnustaðir, starfsfólk og stjórnendur sjálfir, útfæri vinnutímann í nærumhverfinu,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris standa viðræður við aðra hópa á svipuðum stað. Áfram verði fundað með BHM í vikunni og þeirri næstu en þar að auki sé í gangi gott samtal við Félag hjúkrunarfræðinga, Læknafélagið, Kennarafélag Íslands og fleiri hópa. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er miðað við þær forsendur að laun ríkisstarfsmanna hækki að meðaltali um fjögur prósent á árinu og um þrjú prósent á því næsta. Byggir það mat á samningum á almennum vinnumarkaði. „Tilboð samninganefndar ríkisins er ekki lakara en það sem gengur og gerist á vinnumarkaði um þessar mundir. Hvort sem það varðar vinnutíma eða önnur atriði,“ segir Sverrir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira