Samfélagsmiðlavá Teitur Guðmundsson skrifar 26. september 2019 07:00 Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. Við höfum séð ansi hraða þróun í tækjum og forritum á undanförnum árum og má segja að þau séu farin að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs. Hver kannast ekki við að reyna að ná sambandi við unglinginn sem situr niðursokkinn í símann sinn. Hann er að svara á Instagram, Snapchat eða Facebook mismunandi nauðsynlegum skilaboðum eða tékka á því hversu mörg like hann eða hún fékk. Þeim til varnar eru hinir fullorðnu þó oft engu betri. Við höfum haft áhyggjur af því hjá ómótuðum einstaklingum að sjálfsmynd og sjálfsöryggi þeirra tengist að miklu leyti því hvernig þeir sýna sig á samfélagsmiðlum, samþykki annarra er mjög mikilvægt samanber að ofan. Vanlíðan, félagsfælni, átröskun, skert tjáning og ýmsar aðrar birtingarmyndir eru til auk fleiri þátta. Nefndar hafa verið tölur um unglinga og hlutfall þeirra sem eru sítengdir og að lífið snúist að miklu leyti um FOMO, eða „fear of missing out“. Þá er viðkomandi svo áhyggjufullur yfir því að hann sé að missa af upplýsingum eða öðru að hann getur varla látið frá sér símann eða snjalltækið með tilheyrandi streitu og álagi fyrir hann. Líklega eru flestir sammála því að tæknin sé frábær og til verulegs gagns. Margir telja hins vegar að hún sé farin að verða til trafala sumpart og aðrir fletir á þessu hafa birst einnig svosem eins og einelti á netinu og áreitni, hvort heldur sem er kynferðisleg eða annað. Það er vissulega gerbreyttur heimur að geta haldið áfram að eltast við einstakling eða hóp með þessum tækniframförum og viðhaldið áreitni sem áður þurfti að mestu að fara fram í samskiptum við hann í eigin persónu. Eltihrellar og siðblindir einstaklingar sem finna ánægju í því að koma illa fram við fólk, tala niður til þess, eða haga sér með niðrandi hætti gagnvart því hafa alltaf verið til og munu fylgja okkur. Þeim hafa að vissu leyti verið gefin vopn með þessum tækjum sem þarf að finna leið til að stöðva eða hið minnsta draga verulega úr með samstilltu átaki. MeToo kristallar samskiptamáta sem hefur of lengi verið látinn viðgangast og er umræðan af hinu góða. Áreitni, sérstaklega kynferðisleg, er eitthvað sem allir ættu að geta verið sammála um að eigi ekki að líða og þurfum við margháttaða nálgun til framtíðar. Eitt af stóru verkefnunum, ekki bara á þeim vettvangi, heldur almennt í samskiptum einstaklinga, mun verða að finna leiðir til sjálfsstyrkingar þeirra. Sérstaklega á þessum viðkvæma aldri unglinganna og mögulega beita þeirri tækni sem virðist vera að trufla okkur. Ef við lítum á samfélagsmiðla sem óvin mun okkur ekki takast að sigra í þessu stríði, við verðum að finna veikleika þeirra og nýta þá í þágu okkar. Boð og bönn þýða lítið, fræðsla er lykilatriði og að efla færni til tjáningar án áreitni, niðrandi athafna og samskipta. Að breyta hugsunarhætti og hegðun getur tekið langan tíma, það er áskorun sem við megum ekki skorast undan. Flækjustig samskipta hefur að vissu leyti aukist með tilkomu nýrrar tækni en leikreglurnar um virðingu fyrir náunganum og að aðstoða þá sem líður illa hafa í engu breyst í tímans rás.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar