Segir lausnina ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði heldur að minnka umsvif stofnunarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það verði að skoða hlutverk RÚV. vísir/vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé engin lausn til framtíðar að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en bæta þeim upp tekjutapið með hærri framlögum ríkisins. Sjálf vill hún helst leggja RÚV niður en kveðst gera sér grein fyrir því að til þess skorti pólitískan vilja almennt. Sigríður talar því fyrir því að minnka umsvif RÚV og spyr hvort nauðsynlegt sé að stofnunin reki tvær útvarpsstöðvar eða sýni jafnmikið afþreyingarefni og nú. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af grein sem hún skrifaði í gær á heimasíðu sína þar sem hún spurði hvort fjölmiðlar væru líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir væru á styrkjum frá ríkinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er einmitt með áform um að leggja fram frumvarp um ríkisstyrki til fjölmiðla á yfirstandandi þingvetri.„Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi?“ Sigríður segir að hún sé að benda á þann punkt að með slíku fyrirkomulagi væri verið að gera alla fjölmiðla ríkisrekna, gera þá háða framlögum frá ríkinu. Hún segir að menn lendi alltaf í vanda ef ekki sé horft á heildarmyndina og stóru spurningunni svarað. „Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi? Þá er ég ekki bara að tala um einkafjölmiðla heldur líka RÚV. Hvernig ætlum við að horfa á þetta til framtíðar?“ spyr Sigríður og segir menn komna í ógöngur þegar því er haldið fram að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði þá þurfi að bæta stofnuninni upp tekjurnar með framlagi frá ríkinu. Slíkt muni hún aldrei styðja. „Þar með væri RÚV komið með sex til sjö milljarða úr ríkiskassanum. Þetta er einhver hugsanavilla eða misskilningur sem er kannski auðvelt fyrir stjórnmálamenn að flækja sig í ef menn vilja ekki taka umræðuna um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði,“ segir Sigríður.Menn beini frekar sjónum sínum að RÚV en einkareknum fjölmiðlum Hún segir að það þurfi að ræða um hlutverk RÚV. „Ég held að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að RÚV heldur en einkareknum fjölmiðlum, fara að endurskoða hlutverk RÚV, svara þeirri spurningu: er það nauðsynlegt að RÚV sé að þenja sig inn á alla markaði sem að koma upp með nýrri tækni og þróun? Ég sá að um daginn var ráðinn einhver ritstjóri yfir samfélagsmiðla. RÚV er komið inn á samfélagsmiðla. Er það hlutverk RÚV? Er nauðsynlegt að reka báðar rásirnar? Er nauðsynlegt að vera með allt þetta afþreyingarefni hjá RÚV? Þetta þurfa menn að fara í.“ Sigríður vill ekki meina að vera RÚV á auglýsingamarkaði sé lykilatriði. Það sé þó ekki sanngjarnt að ríkisfyrirtæki sé að keppa við einkaaðila en Sigríður segist telja að það yrði skammgóður vermir fyrir aðra fjölmiðla færi RÚV af auglýsingamarkaði. „Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst í skoðun á þessum auglýsingamálum því mér finnst það ekki ávarpa vandann sem er til staðar sem er rekstur ríkisins á fyrirtæki sem er almennt í samkeppni, ekki bara á auglýsingum heldur líka um efni og hlustun,“ segir Sigríður en viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé engin lausn til framtíðar að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði en bæta þeim upp tekjutapið með hærri framlögum ríkisins. Sjálf vill hún helst leggja RÚV niður en kveðst gera sér grein fyrir því að til þess skorti pólitískan vilja almennt. Sigríður talar því fyrir því að minnka umsvif RÚV og spyr hvort nauðsynlegt sé að stofnunin reki tvær útvarpsstöðvar eða sýni jafnmikið afþreyingarefni og nú. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af grein sem hún skrifaði í gær á heimasíðu sína þar sem hún spurði hvort fjölmiðlar væru líklegir til að veita stjórnvöldum aðhald á sama tíma og þeir væru á styrkjum frá ríkinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er einmitt með áform um að leggja fram frumvarp um ríkisstyrki til fjölmiðla á yfirstandandi þingvetri.„Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi?“ Sigríður segir að hún sé að benda á þann punkt að með slíku fyrirkomulagi væri verið að gera alla fjölmiðla ríkisrekna, gera þá háða framlögum frá ríkinu. Hún segir að menn lendi alltaf í vanda ef ekki sé horft á heildarmyndina og stóru spurningunni svarað. „Á ríkið að fjármagna fjölmiðla í frjálsu landi? Þá er ég ekki bara að tala um einkafjölmiðla heldur líka RÚV. Hvernig ætlum við að horfa á þetta til framtíðar?“ spyr Sigríður og segir menn komna í ógöngur þegar því er haldið fram að ef RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði þá þurfi að bæta stofnuninni upp tekjurnar með framlagi frá ríkinu. Slíkt muni hún aldrei styðja. „Þar með væri RÚV komið með sex til sjö milljarða úr ríkiskassanum. Þetta er einhver hugsanavilla eða misskilningur sem er kannski auðvelt fyrir stjórnmálamenn að flækja sig í ef menn vilja ekki taka umræðuna um hlutverk ríkisins á fjölmiðlamarkaði,“ segir Sigríður.Menn beini frekar sjónum sínum að RÚV en einkareknum fjölmiðlum Hún segir að það þurfi að ræða um hlutverk RÚV. „Ég held að menn ættu frekar að beina sjónum sínum að RÚV heldur en einkareknum fjölmiðlum, fara að endurskoða hlutverk RÚV, svara þeirri spurningu: er það nauðsynlegt að RÚV sé að þenja sig inn á alla markaði sem að koma upp með nýrri tækni og þróun? Ég sá að um daginn var ráðinn einhver ritstjóri yfir samfélagsmiðla. RÚV er komið inn á samfélagsmiðla. Er það hlutverk RÚV? Er nauðsynlegt að reka báðar rásirnar? Er nauðsynlegt að vera með allt þetta afþreyingarefni hjá RÚV? Þetta þurfa menn að fara í.“ Sigríður vill ekki meina að vera RÚV á auglýsingamarkaði sé lykilatriði. Það sé þó ekki sanngjarnt að ríkisfyrirtæki sé að keppa við einkaaðila en Sigríður segist telja að það yrði skammgóður vermir fyrir aðra fjölmiðla færi RÚV af auglýsingamarkaði. „Ég viðurkenni að ég hef ekki lagst í skoðun á þessum auglýsingamálum því mér finnst það ekki ávarpa vandann sem er til staðar sem er rekstur ríkisins á fyrirtæki sem er almennt í samkeppni, ekki bara á auglýsingum heldur líka um efni og hlustun,“ segir Sigríður en viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24
RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind Pétursdóttir árið 2017. 11. september 2019 14:00
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47