Nei Björn Leví Gunnarsson skrifar 24. september 2019 07:00 Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Björn Leví Gunnarsson Tengdar fréttir Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata
Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar