Fjórar nýjar ríkisstofnanir áformaðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2019 06:00 Meðal hlutverka nýrrar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður að framfylgja stefnu stjórnvalda um aðgengi almennings að viðunandi húsnæði óháð efnahag og búsetu. Fréttablaðið/Ernir Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Fjórar nýjar ríkisstofnanir verða til á næstunni nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er ætlað að leysa af hólmi bæði Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnun og verður hinni nýju stofnun ætlað að „annast framkvæmd húsnæðis- og byggingarmála hér á landi og framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem er vistvænt, heilsusamlegt og uppfyllir nútímakröfur og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform“, að því er fram kemur í þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra. Frumvarp fjármálaráðherra um nýja Nýsköpunar- og umbótastofnun verður lagt fram í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að Ríkiskaup verði grunnur að nýrri stofnun á þessu sviði sem heildstæð nýsköpunar- og umbótastofnun á vegum ríkisins. Á vorþingi hyggst umhverfisráðherra setja á fót Þjóðgarðsstofnun sem ætlað er að taka við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Þá hyggst nýr dómsmálaráðherra leggja frumvarp um endurupptökudóm fram að nýju en frumvarp um sérstakan dómstól um endurupptöku mála var fyrst lagt fram í tíð Sigríðar Á. Andersen. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Í frumvarpinu er lagt til að endurupptökunefnd verði lögð niður og settur verði á fót sérdómstóll sem skeri úr um hvort heimila skuli endurupptöku mála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Samkvæmt frumvarpinu á hinn nýi dómstóll að hafa aðsetur hjá Dómstólasýslunni. Á næstu dögum verður lagt fram að nýju frumvarp fjármálaráðherra um Þjóðarsjóð. Sjóðnum verður ætlað að gegna því meginhlutverki að verða eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir fjárhagslegri ágjöf í tengslum við meiri háttar ófyrirséð áföll á þjóðarhag. Ekki er ljóst af frumvarpinu hvort og hve mikil yfirbygging Þjóðarsjóðs verður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir áformin ekki til þess fallin að auka skilvirkni eða hagræðingu í kerfinu, það sé einfaldlega ekki innbyggt í ríkisstjórnina. „Það er alltaf gott að sameina ríkisstofnanir og reyna að ná sem mestri hagræðingu í ríkisrekstri en þessi ríkisstjórn er ekki að einfalda stjórnkerfið, hún er að flækja það,“ segir Þorgerður Katrín. „Ríkisstjórnin er ekki að spá í neitt annað en að halda sér saman, á meðan þenst ríkisbáknið út.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Meira frelsi á leigubílamarkaði, miðhálendisþjóðgarður og skipt búseta barns Það kennir ýmissa grasa í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þingvetur en málalistinn var lagður fram í vikunni. 13. september 2019 12:15