Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Guðni Elísson skrifar 5. október 2019 09:43 Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun