Lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 15:02 Blob í sínu náttúrulega umhverfi. Vísir/Parc Xoologique de Paris Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019 Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Dýragarður í París mun um helgina opna nýja sýningu þar sem gestir munu geta virt undarlega lífveru fyrir sér. Um er að ræða gulan einfrumung sem lítur út eins og sveppur en hagar sér eins og dýr. Vísindamenn kalla dýrið/sveppinn blob og er nafnið tilkomið vegna skrímslis kvikmyndar frá 1958 sem gengur undir sama nafni.Þrátt fyrir að blob hafi hvorki munn, nef, maga né augu, getur það greind mat, elt hann uppi, borðað hann og melt hann. Blob hreyfir sig án fóta, um fjóra sentímetra á klukkustund, og getur læknað sig á tveimur mínútum ef það er skorið í tvennt. Þá eru kyn blobsins 720 talsins. Í viðtali við Reuters segir Bruno David, framkvæmdastjóri Paris Museum of Natural History, og þar með dýragarðsins einnig, að Blob sé einn af leyndardómum náttúrunnar. „Það kemur okkur á óvart því það er ekki með heila en getur lært,“ sagði hann. David sagði einnig að ef þú sameinar tvö blob færi það sem hafi lært vitneskju sína til hins. „Við vitum fyrir víst að þetta er ekki planta en við vitum í rauninni ekki hvort þetta er dýr eða sveppur.“CNN segir vísindamenn telja að blob séu um eins milljarðs ára gömul en lífverurnar hafi ekki fangað athylgi mannsins fyrr en árið 1973. Þá hafi kona í Texas uppgötvað gula lífveru sem óx ógnvænlega hratt í bakgarði hennar. Það blob dó hins vegar mjög fljótt. Árið 2016 birtist hins vegar grein í Proceedings of the Royal Society þar sem fram kom að blob gæti lært að hunsa eitruð efni og munað lærdóm sinni í allt að ár. Hér að neðan má sjá myndband þar sem David útskýrir nánar hvernig blob lærir, hvernig það fari í gegnum völundarhús og ýmislegt fleira.A Paris zoo has unveiled a mysterious new organism which they call a 'blob.' The yellowish unicellular living being looks like a fungus but acts like an animal https://t.co/ukj0mgqf9a pic.twitter.com/DVaR3RdqXZ— Reuters Top News (@Reuters) October 17, 2019
Dýr Frakkland Vísindi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira