Birkir semur til þriggja mánaða í Katar Anton Ingi Leifsson skrifar 16. október 2019 14:44 Birkir mun leika í treyju númer 67. mynd/al arabi Birkir Bjarnason hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við Al-Arabi í Katar en þetta var staðfest í dag. Vísir greindi frá því í morgun að sést hafi verið til Birkis koma til Katar og þá fóru fréttir að berast af því að landsliðsmaðurinn væri að semja við félagið. Heimir Hallgrímsson er sem kunnugt er þjálfari Al-Arabi en með liðinu leikur Aron Einar Gunnarsson sem er nú á meiðslalistanum og verður fram á nýtt ár. Birki er ætlað að fylla skarð Arons á miðsvæðinu hjá Al-Arabi sem hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Liðið er í öðru sætinu, stigi á eftir toppliðinu.وقع اللاعب “بيركير بيارناسون” لاعب وسط منتخب أيسلندا مع فريق كرة القدم بالنادي #العربي الرياضي بعقد لمدة ثلاثة أشهر. وبذلك سوف يحل بدلاً من مواطنه المصاب أرون غونارسون لدعم خط وسط فريقنا العرباوي. وسيرتدي اللاعب القميص الذي يحمل الرقم “67” pic.twitter.com/OCuPTETx98 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) October 16, 2019 Birkir hefur verið án félags síðan hann samdi við Aston Villa um starfslok í byrjun ágústmánaðar. Derby voru sagðir áhugasamir um miðjumanninn sem ákvað að fara til Katar. Birkir lék afar vel í landsleiknum gegn Frakklandi á föstudagskvöldið en einnig var hann í byrjunarliðinu á mánudaginn í sigrinum á Andorra. Hann verður laus allra mála á nýjan leik í janúar og verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hjá honum verður. Fótbolti Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Birkir Bjarnason hefur skrifað undir þriggja mánaða samning við Al-Arabi í Katar en þetta var staðfest í dag. Vísir greindi frá því í morgun að sést hafi verið til Birkis koma til Katar og þá fóru fréttir að berast af því að landsliðsmaðurinn væri að semja við félagið. Heimir Hallgrímsson er sem kunnugt er þjálfari Al-Arabi en með liðinu leikur Aron Einar Gunnarsson sem er nú á meiðslalistanum og verður fram á nýtt ár. Birki er ætlað að fylla skarð Arons á miðsvæðinu hjá Al-Arabi sem hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Liðið er í öðru sætinu, stigi á eftir toppliðinu.وقع اللاعب “بيركير بيارناسون” لاعب وسط منتخب أيسلندا مع فريق كرة القدم بالنادي #العربي الرياضي بعقد لمدة ثلاثة أشهر. وبذلك سوف يحل بدلاً من مواطنه المصاب أرون غونارسون لدعم خط وسط فريقنا العرباوي. وسيرتدي اللاعب القميص الذي يحمل الرقم “67” pic.twitter.com/OCuPTETx98 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) October 16, 2019 Birkir hefur verið án félags síðan hann samdi við Aston Villa um starfslok í byrjun ágústmánaðar. Derby voru sagðir áhugasamir um miðjumanninn sem ákvað að fara til Katar. Birkir lék afar vel í landsleiknum gegn Frakklandi á föstudagskvöldið en einnig var hann í byrjunarliðinu á mánudaginn í sigrinum á Andorra. Hann verður laus allra mála á nýjan leik í janúar og verður fróðlegt að sjá hvert næsta skref hjá honum verður.
Fótbolti Katar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira