Gjörðir hafa afleiðingar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. október 2019 07:00 Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem hersveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að verjast innrásinni. Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgurum og þau átök sem nú eru hafin eru engin undantekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlutverki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða. Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að efla þá. Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkisborgurum sínum sem eru í haldi Kúrda. Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér með þessum hætti. Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjaforseta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn. Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á afleiðingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Verstu afleiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norðurhluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem hersveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að verjast innrásinni. Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgurum og þau átök sem nú eru hafin eru engin undantekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlutverki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða. Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að efla þá. Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkisborgurum sínum sem eru í haldi Kúrda. Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér með þessum hætti. Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjaforseta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn. Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á afleiðingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun