Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 07:37 Jaroslaw Kaczynski er formaður PiS. AP Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám. Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám.
Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35