Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 22:22 Pham Thi Tra My var 26 ára. Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03