Heimsmeistarakeppni félagsliða tekur stakkaskiptum | Stórliðin neita að taka þátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. október 2019 07:30 Liverpool taka þátt á HM félagsliða í desember. Vísir/Getty Það á svo sannarlega að umturna Heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2021 og ekki eru allir á eitt sáttir. Ensku stórliðin hafa sagt að þau muni sniðganga keppnina.BBC greindi frá þessu. Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, telur að nýja fyrirkomulagið muni gera keppnina trúverðugri og talar um hana sem hina einu sönnu heimsmeistarakeppni félagsliða. Kína mun halda fyrstu keppnina með nýja fyrirkomulaginu sumarið 2021. Aðalbreytingin er sú að í stað sjö liða verða nú 24 lið sem taka þátt. Þá mun keppnin fara fram í júní til júlí en ekki í desember líkt og þekkist nú. Infantino vill meina að keppnin muni nú verða eitthvað sem unnendur knattspyrnu mun hlakka til að sjá. Katar mun halda mótið í ár sem og á næsta ári en FIFA hefur verið gagnrýnt fyrir að halda mótin í löndum þar mannréttindi virðast ekki eiga upp á pallborðið. Að fara frá Katar yfir til Kína verður seint talið skref upp á við. Í mars hittist samband evrópskra félagsliða (ECA) og lýsti í kjölfarið yfir áhyggjum varðandi nýtt fyrirkomulag. Leikmenn stærstu liða í Evrópu eru nú þegar með nóg á sinni könnu og að bæta við stórmóti hjá félagsliðum þýðir að leikmenn stærstu liðanna í Evrópu fá mögulega sumarfrí á fjögurra ára fresti. Þá skarast keppnin á við Álfukeppni FIFA sem er alltaf haldin ári áður en heimsmeistarakeppni landsliða fer fram. Það verður forvitnilegt að sjá hvað FIFA og Infantino gera en meðlimir ECA standa fastir á sínu, stærstu félög Evrópu munu ekki taka þátt í keppninni verði af breytingunum.Fifa has awarded the 2021 Club World Cup to an authoritarian state where, aside from the ongoing Hong Kong crackdown, an estimated one million Uighur Muslims are imprisoned in internment camps, with widespread accounts of torture and mass sterilisation https://t.co/ecAQkxBLUS — Marina Hyde (@MarinaHyde) October 24, 2019 FIFA Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Það á svo sannarlega að umturna Heimsmeistarakeppni félagsliða árið 2021 og ekki eru allir á eitt sáttir. Ensku stórliðin hafa sagt að þau muni sniðganga keppnina.BBC greindi frá þessu. Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, telur að nýja fyrirkomulagið muni gera keppnina trúverðugri og talar um hana sem hina einu sönnu heimsmeistarakeppni félagsliða. Kína mun halda fyrstu keppnina með nýja fyrirkomulaginu sumarið 2021. Aðalbreytingin er sú að í stað sjö liða verða nú 24 lið sem taka þátt. Þá mun keppnin fara fram í júní til júlí en ekki í desember líkt og þekkist nú. Infantino vill meina að keppnin muni nú verða eitthvað sem unnendur knattspyrnu mun hlakka til að sjá. Katar mun halda mótið í ár sem og á næsta ári en FIFA hefur verið gagnrýnt fyrir að halda mótin í löndum þar mannréttindi virðast ekki eiga upp á pallborðið. Að fara frá Katar yfir til Kína verður seint talið skref upp á við. Í mars hittist samband evrópskra félagsliða (ECA) og lýsti í kjölfarið yfir áhyggjum varðandi nýtt fyrirkomulag. Leikmenn stærstu liða í Evrópu eru nú þegar með nóg á sinni könnu og að bæta við stórmóti hjá félagsliðum þýðir að leikmenn stærstu liðanna í Evrópu fá mögulega sumarfrí á fjögurra ára fresti. Þá skarast keppnin á við Álfukeppni FIFA sem er alltaf haldin ári áður en heimsmeistarakeppni landsliða fer fram. Það verður forvitnilegt að sjá hvað FIFA og Infantino gera en meðlimir ECA standa fastir á sínu, stærstu félög Evrópu munu ekki taka þátt í keppninni verði af breytingunum.Fifa has awarded the 2021 Club World Cup to an authoritarian state where, aside from the ongoing Hong Kong crackdown, an estimated one million Uighur Muslims are imprisoned in internment camps, with widespread accounts of torture and mass sterilisation https://t.co/ecAQkxBLUS — Marina Hyde (@MarinaHyde) October 24, 2019
FIFA Fótbolti Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira